Fréttir

Hraðamyndavélar á Akureyri - 19.10.2021

  • Hraðamyndavél Akureyri
Nýjar hraðamyndavélar hafa verið teknar í notkun á Akureyri á Hörgárbraut, á Hringveginum þar sem hann liggur í gegnum Akureyri. Myndavélarnar eru einnig rauðljósamyndavélar. Þær voru teknar í notkun að morgni 19. október. Lesa meira

Borgarfjarðarvegur (94) í Múlaþingi. Eiðar - Laufás - 18.10.2021

  • Eiðar - Laufás

Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir á um 14,8 km löngum kafla á Borgarfjarðarvegi (94) á milli Eiða og Laufáss í Múlaþingi. Um er að ræða endurbyggingu vegarins. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á Borgarfjarðarvegi.

Lesa meira

Saga Reykjanesvita og sjóslysa á Reykjanesi - 15.10.2021

  • Reykjavesviti

Sögu Reykjanesvita og sjóslysa á Reykjanesi eru gerð góð skil á sýningu í vélahúsinu í Reykjanesvita. Vegagerðin lánaði muni sem tengjast vitasögu Íslands til sýningarinnar. Þar á meðal er fágætt Íslandskort með öllum vitum á landinu. Að sýningunni standa Hollvinasamtök um Reykjanesvita og nágrennis og Byggðasafn Reykjanesbæjar.

Lesa meira

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2021 - 13.10.2021

  • Ráðstefnan verður haldin á Hilton föstudaginn 29. október 2021.

Árleg Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í 20. sinn föstudaginn 29. október næstkomandi og fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut. Ráðstefnan hefur skapað sér sérstöðu í ráðstefnuhaldi hér á landi því fáar ráðstefnur bjóða upp á jafn fjölbreytileg umfjöllunarefni. Ætíð kennir margra grasa á ráðstefnunni enda tekin fyrir  15-20 rannsóknarverkefni hverju sinni. Styrkur rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar hefur legið í því að styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði þar sem ekki endilega er einblínt á hefðbundna vegagerð. Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Lesa meira