Fréttir

Umferðarmet á Hringvegi í nóvember - 7.12.2022

  • Umferðin hlutfallsleg breyting

Umferðin á Hringvegi í nóvember jókst um ríflega 11 prósent frá sama mánuði fyrir ári. Umferðin hefur aldrei verið meiri í nóvember. Líklegt er að gott veðurfar hafi leitt til aukinnar umferðar. Útlit er fyrir að umferðin í ár verði um fjórum prósentum meiri en hún var í fyrra.

Lesa meira

Ferðum í Hrísey verður ekki fækkað - 24.11.2022

  • Hríseyjarferjan Sævar.

Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en hins vegar vill Vegagerðin auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju. 

Lesa meira

Brýnt að bæta aðgengi að nær öllum biðstöðvum strætisvagna á landsvísu - 23.11.2022

  • Skýrsla um ástand stoppistöðva á landsvísu var kynnt á fundi í húsnæði Vegagerðarinnar.

Skýrsla um ástand stoppistöðva á landsvísu, sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök, var kynnt á fundi í húsnæði Vegagerðarinnar á dögunum. Á fundinum kom m.a. fram að Vegagerðin þekkir stöðu mála og tekur undir að úrbóta sé þörf. 

Lesa meira

Kynningarfundur vegna framkvæmda á Strandavegi um Veiðileysuháls - 18.11.2022

  • Djúpavík í Árneshreppi

Kynningarfundur vegna mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar: Strandavegur (643) um Veiðileysuháls, Kráká-Kjósará í Árneshreppi, verður haldinn þriðjudaginn 22. nóvember kl. 14:00. Kynningunni verður streymt. Markmið framkvæmda er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Með nýjum vegi um Veiðileysuháls verða samgöngur í Strandasýslu áreiðanlegri og öruggari. 

Lesa meira