Fréttir

Minni umferð í júlí í ár en í fyrra á Hringveginum - 4.8.2022

  • Umferðin hlutfallsleg breyting
Umferðin í júlí um lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum reyndist um prósenti minni en í sama mánuði í fyrra. Samt er þetta annar umferðarmesti júlí frá því mælingar af þessu tagi hófust. Reikna má með að umferðin í ár verði ríflega 1,5 prósenti meiri en árið 2021. Lesa meira

Vel gekk að gera við skemmdir á bryggjunni í Reykhólahreppi - 28.7.2022

  • Lagfæringar á bryggjunni á Reykhólum

Gert hefur verið við skemmdir í höfninni í Reykhólahreppi til bráðabirgða til þess að tryggja óskerta starfsemi Þörungaverksmiðjunnar. Viðgerðinni lauk um klukkan fjögur í nótt og var þá hægt að koma krana, sem verksmiðjan notar við losun, af bryggjunni.

Lesa meira

Bráðabirgðabrúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi hélt - 28.7.2022

  • Jökulsá á Sólheimasandi - flóð 27. júlí 2022

Þrátt fyrir mikla vatnavexti síðustu sólarhringa kom ekki til þess að loka þyrfti bráðabirgðabrúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Það bjargaði brúnni að grafa djúpa rás í árfarveginn þannig að meira vatn kæmist undir brúna. Gríðarlega mikið vatn var í ám á öllu Suðurlandi einsog sjá má af myndunum, ekki bara í Jökulsánni heldur t.d. einnig í Bakkakotsá og Svaðbælisá.

Lesa meira

Aðgerðir vegna fyrirsjáanlegra vatnavaxta undir Eyjafjöllum - 26.7.2022

  • Jökulsá á Sólheimasandi

Á næsta sólarhring 26. júlí er búist við gífurlegri úrkomu víða undir Eyjafjöllum og á sunnanverðum jöklum á svæðinu. Vegagerðin verður með eftirlit með brúm og vegum á hringvegi á meðan veðrinu stendur. Við Jökulsá á Sólheimasandi er unnið að smíði nýrrar brúar sem ekki er fullgerð og  á meðan er umferð beint um hjáleið og um bráðabirgðabrú. Unnið er að því að dýpka farveginn undir brúnni og undirbúa aðrar aðgerðir sem með það að markmiði að verja bráðabirgðabrúna. Þrátt fyrir þetta er óljóst hvort brúin standi af sér vatnsflauminn.  Komi til þess að bráðabirgðabrúnni sé hætta búin verður umferð  á Hringvegi um Jökulsá á Sólheimasandi fyrir austan Skóga hleypt á nýju brúna.

Lesa meira