Fréttir

Tvö björg spiluð niður í Bröttubrekku - 27.11.2020

  • Bjargið fellur á veginn í Bröttubrekku. Aðgerðin heppnaðist vel.

Starfsmenn Vegagerðarinnar unnu að því í vikunni að ná niður tveimur björgum í bröttum skeringum í Bröttubrekku á Vestfjarðavegi (60). „Þessi björg höfðu valdið okkur nokkru hugarangri en við tókum eftir því að þau voru að mjakast lengra og lengra fram. Við óttuðumst að þau myndu hrynja og lenda á, eða í veg fyrir ökutæki,“ segir Sæmundur Kristjánsson yfirverkstjóri þjónustustöðvar Vegagerðarinnar í Búðardal. Vegagerðinni höfðu einnig borist ábendingar frá vegfarendum og því var ákveðið að ráðast í að ná björgunum niður.

Lesa meira

Draga þarf úr nagladekkjanotkun - 25.11.2020

  • Á björtum, köldum og stilltum dögum eykst svifryk til muna við umferðarþungar götur borgarinnar. Mynd/Baldur Kristjánsson

Í köldu og stilltu veðri líkt og hefur verið í höfuðborginni undanfarið myndast aðstæður sem auka líkur á svifryki. Í rannsóknarskýrslunni; Losun svifryks frá gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu – ferlar og líkan, sem styrkt var af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar er notast við NORTRIP líkanið til að spá fyrir um svifryk vegna bílaumferðar og fá vísbendingar um hvað þurfi að gera til að sporna við svifryksmengun. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er sú að verulega þurfi að draga úr nagladekkjanotkun en næmnigreining gefur til kynna að nagladekkjanotkun sé lang veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

Aukin umferð milli vikna í ár - 24.11.2020

  • Covid daglegur munur vika 47
Umferðin í síðustu viku reyndist næri fjórum prósentum meiri en í vikunni þar á undan á höfuðborgarsvæðinu og virðast því áhrif sóttvarnaraðgerða minnka eftir því sem frá líður, a.m.k. hvað umferð varðar. Umferðin er eigi að síður mun minni er í sömu viku fyrir ári og munar þar 16,5 prósentum. Lesa meira

Opnað fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut - 24.11.2020

  • Allar fjórar akreinar komnar í notkun. Mynd/Ólafur Sveinn Haraldsson

Umferð var hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, þar með lýkur að mestu framkvæmdum sem Vegagerðin bauð út í fyrra og hófust í maí 2019. Framkvæmdin Reykjanesbraut (41) Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur, er merkileg fyrir þær sakir að þessi vegkafli er sá fyrsti sem klárast af þeim sem tilheyra Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins auk þess sem gert er ráð fyrir legu Borgarlínunnar undir Reykjanesbrautina við Strandgötu í framtíðinni.

Lesa meira