Fréttir

Jómfrúarferð Herjólfs IV í Landeyjahöfn - 24.6.2019

  • Herjólfur IV siglir í Landeyjahöfn í fyrsta sinn.
Fyrsta ferð Herjólfs IV í Landeyjarhöfn gekk vel fyrir sig enda aðstæður fullkomnar. Litlar breytingar þarf að gera á hafnarmannvirkjum.
Lesa meira

Stokkur fyrir Tjarnará tilbúinn - 21.6.2019

  • Verktakinn Norðurtak hefur þegar hafið vinnu við veginn yfir ána. Mynd/SHS

Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar frá Hvammstanga hefur lokið við smíði 62 metra langs stokks fyrir Tjarnará á Vatnsnesvegi (711).

Lesa meira

Sigla hringinn með varðskipinu Tý - 20.6.2019

  • Guðmundur Jón Björgvinsson og Ástþór Ingi Ólafsson, rafvirkjar á vitadeild, eru rúmlega hálfnaðir á siglingu sinni í kringum landið.

Rafvirkjar vitadeildar Vegagerðarinnar, þeir Guðmundur Jón Björgvinsson og Ásþór Ingi Ólafsson, héldu þann 11. júní af stað í hringferð kringum landið með Landhelgisgæslunni á varðskipinu Tý. Farið er í 36 vita sem ekki er hægt að komast í af landi. Ferðin í Hornbjargsvita var ævintýraleg enda þurfti að flytja þangað mikið efni.

Lesa meira

Nýjum Herjólfi fagnað í Vestmannaeyjum - 18.6.2019

  • Skipslúðrar voru þeyttir þegar Herjólfur nýi kom til hafnar.

Formleg móttaka nýju Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs var haldin í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum laugardaginn 15. júní. Nokkur fjöldi fólks fylgdist með á útsýnisstöðum þegar Herjólfur III og Herjólfur IV sigldu saman til Vestmannaeyja. Skipstjórar skipanna skiptust á að þeyta skipslúðra sem var hátíðlegt að heyra. Mikill mannfjöldi safnaðist saman við Friðarhöfnina til að taka á móti Herjólfi og ríkti mikil gleði meðal gesta með komu hinnar nýju ferju. Athöfnin hófst á því að Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, hélt ávarp þar sem hún lýsti yfir einlægri gleði yfir því að Herjólfur væri loks kominn í heimahöfn.

Lesa meira