Fréttir

Námskeið um efnisrannsóknir og efniskröfur í vegagerð - 27.3.2023

  • Vestfjarðavegur (60). Framkvæmdir á Dynjandisheiði árið 2022. Mynd:Haukur Sigurðsson

Vegagerðin boðar til námskeiðs um efnisrannsóknir og efniskröfur í vegagerð. Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að hönnun, framleiðslu, framkvæmd og eftirliti í vegagerð.  

Lesa meira

Byggjum brýr – brúarráðstefna Vegagerðarinnar - 23.3.2023

  • Ölfusárbrú við Selfoss.

Vegagerðin stendur fyrir brúarráðstefnunni Byggjum brýr 26. apríl 2023 í Háteigi á Hótel Reykjavík Grand frá klukkan 9:00 til 16:30. Fjallað verður um brýr í víðu samhengi og litið til fortíðar, nútíðar og framtíðar. Meðal fyrirlesara eru erlendir brúarverkfræðingar, íslenskir sérfræðingar, verktakar í brúargerð og fræðimenn.

Lesa meira

Kynningarfundur: Reykjanesbraut - Bústaðavegur með tilliti til Borgarlínu - 22.3.2023

  • Reykjanesbraut Bústaðavegur

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Betri samgöngur, áformar breytingar á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Hluti af framkvæmdinni felst í því að útfæra leið Borgarlínu milli Vogabyggðar og Stekkjarbakka. Tilgangur framkvæmdanna er að efla samgöngur allra ferðamáta, minnka umferðartafir á háannatíma og auka umferðaröryggi. 

Kynningarfundur um fyrirhugaðar breytingar á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í tengslum við matsáætlun vegna umhverfisáhrifa verður haldinn 29. mars í Vindheimum (salur) á 7. hæð í húsakynnum Reykjavíkurborgar í Borgartúni 14, eystri inngangur. Fundurinn hefst klukkan 17:00.

Lesa meira

Hríseyjarsferjan Sævar siglir til áramóta - 21.3.2023

  • Hríseyjarferjan Sævar.

Vegagerðin hefur framlengt í annað sinn samning við Andey ehf. sem mun gilda frá 1. apríl til og með 31. desember 2023, um að halda uppi siglingum milli Hríseyjar og Árskógssands. Þetta er gert til að ekki verði þjónustufall á siglingum Hríseyjarferju en það myndi valda mikilli röskun á samgöngum við Hrísey. 

Lesa meira