Fréttir

Hjáleiðir vegna vinnu við ný undirgöng undir Breiðholtsbraut frá og með 26. apríl - 21.4.2024

  • Yfirlitsmynd af hjáleið við undirgöng undir Breiðholtsbraut.

Vegna vinnu við ný undirgöng undir Breiðholtsbraut við Suðurfell / Jaðarsel verður umferð bíla færð á hjáleið til hliðar við framkvæmdasvæðið. Umferð gangandi færist á hjáleið um gatnamót Breiðholtsbrautar og Jaðarsels. Tekur þetta gildi frá og með 26. apríl næstkomandi.

Lesa meira

Viðhald og viðgerðir á brúnni yfir Elliðaár við Árbæjarstíflu - 18.4.2024

  • Brúin gengur í endurnýjun lífdaga.

Viðgerðir á brúnni yfir Elliðaár við Árbæjarstíflu hefjast á næstu dögum og áætlað er að verkinu ljúki um miðjan júní. Undirbúningur er hafinn og búið að lækka hámarkshraða um brúna í 30 km/klst. Hjáleið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur verður ofan brúarinnar við Árbæjarstíflu. Hliðra þarf akreinum  og verða göngu- og hjólastígar á brúnni nýttir fyrir bílaumferð. Búast má við umferðartöfum og vegfarendur eru sértaklega beðnir um að sýna tillitssemi og aka með varúð um vinnusvæðið.

Lesa meira

Ráðstefnan Via Nordica 2024 haldin í Kaupmannahöfn 11.-12. júní - 15.4.2024

  • Via Nordica 2024.

Samgönguráðstefnan Via Nordica 2024 verður haldin 11. og 12. júní næstkomandi í Kaupmannahöfn. Norræna vegasambandið, Nordisk Vejforum, stendur fyrir ráðstefnunni sem haldin er fjórða hvert ár. Yfirskriftin að þessu sinni er Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna –  Aðkoma samgöngugeirans á Norðurlöndum. Vegagerðin er aðili að Nordisk Vejforum.

Lesa meira

Úthlutun úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar 2024 - 12.4.2024

  • Fjöldi samþykktra umsókna 2024 eftir rannsóknaflokkum.

Úthlutun úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2024 er lokið en umsóknarfrestur rann út 2. febrúar síðastliðinn. Alls bárust 113 umsóknir og sótt var um samtals 364,6 milljónir króna. Rannsóknaráð Vegagerðarinnar valdi 67 verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni en sjóðurinn hafði 150 milljónir krónur til ráðstöfunar í ár.

Lesa meira