Fréttir

Flykktust út á land í júlí - 4.8.2021

  • Umferðin hlutfallsleg breyting
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí dróst saman rúm þrjú prósent á meðan að umferðin á Hringveginum jókst um sex prósent og hefur aldrei verið meiri í júlí. Þetta bendir til þess að íbúar höfuðborgarsvæðins hafi í miklum mæli sótt út á land í júlí, hugsanlega til að elta sólina. Umferðin í júlí á höfuðborgarsvæðínu hefur ekki verið minni í fimm ár. Lesa meira

Metumferð í júlí á Hringveginum - 3.8.2021

  • Umferðin hlutfallsleg breyting

Umferðin á Hringvegi í nýliðnum júlí jókst um nærri sex prósent miðað við sama mánuð árið 2020. Met var slegið í mánuðinum en umferðin reyndist 2,3 prósentum meiri en í júlí 2019 þegar fyrra met var sett. Mest jókst umferðin á Austurlandi. Frá áramótum hefur umferðin aukist um tæp 10 prósent miðað við sama tíma fyrir ári. Útlit er nú fyrir að umferðin í ár geti aukist um 12 prósent en yrði eigi að síður minni en umferðin var árið 2019. Um Verslunarmannahelgi jókst umferðin mikið frá því í fyrra, en var heldur minni um Hellisheiði en um sömu helgi 2019 en sú sama um Hvalfjarðargöng.

Lesa meira

Samkomulag landeigenda Grafar og Vegagerðarinnar - 23.7.2021

  • Framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar. Horft yfir til Grafar.

Vegagerðin og landeigendur Grafar í Þorskafirði hafa náð samkomulagi um vegalagningu í Gufudalssveit.  Það er fagnaðarefni að ná þessum áfanga sem tryggir framgang þessarar nauðsynlegu samgöngubótar á Vestfjörðum en eigendur Grafar voru þeir einu sem ósamið var við.

Lesa meira

List að vera hefilstjóri - 15.7.2021

  • Þann 21. maí 2021 voru akkúrat 50 ár síðan Jóhann stein sín fyrstu spor sem Vegagerðarmaður.

Jóhann B. Skúlason yfirverkstjóri á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði lét af störfum 21. maí síðastliðinn en þá voru upp á dag fimmtíu ár síðan hann steig sín fyrstu skref sem Vegagerðarmaður.

Lesa meira