Fréttir

Snjóstálið rutt í Bólstaðahlíðarbrekku - 3.4.2020

  • Stálið var sums staðar fimm til sex metra hátt.

Vegagerðin og verktakar á hennar vegum unnu að því að ryðja burtu háu snjóstáli í Bólstaðahlíðarbrekku í vikunni til að minnka hættu á ófærð en ekki síður tjóni fyrir vegfarendur. Víglundur Rúnar Pétursson yfirverkstjóri á þjónustustöð Vegagerðarinnar á Sauðárkróki segir óvenju mikinn snjó hafa safnast í vetur.

Lesa meira

Meira en 50% samdráttur umferðar um Mýrdalssand - 2.4.2020

  • Umferðin uppsafnað
Umferðin á Hringveginum í mars dróst gríðarlega mikið saman frá sama mánuði í fyrra eða um 24,4 prósent. Mestur varð samdrátturinn á Mýrdalssandi en þar dróst hún saman um heil 52,3 prósent. Þar hafði straumur ferðamanna verið hvað mestur og aukingin árin á undan líka gríðarmikil. Þetta eru augljós áhrif Covid-19 og hruns í ferðamennskunni. Lesa meira

Samdrátturinn í umferðinni aldrei meiri - 1.4.2020

  • Umferðin hlutfallsleg breyting
Umferðin í mars á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 21 prósent og aldrei hafa viðlíka samdráttartölur sést. Eftir efnahagshrunið 2008 dróst umferðin mest saman um 3,5 prósent á milli mánaða í mars og mesti mældi samdráttur milli mánaða hingað til nemur 9,1 prósenti í apríl 2009. 35 þúsund færri ökutæki fóru um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Lesa meira

Úthlutað úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar - 31.3.2020

  • Fáni með nýju merki Vegagerðarinnar. Mynd/Baldur Kristjánsson

Úthlutun úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2020 er lokið en umsóknarfrestur rann út 14. febrúar. Alls bárust 135 umsóknir og sótt var um samtals rúmlega 390 milljónir króna. Ólafur Sveinn Haraldsson er nýtekinn við starfi forstöðumanns rannsóknadeildar Vegagerðarinnar en Þórir Ingason sem stýrt hafði deildinni í fjórtán ár lét af störfum fyrir aldurs sakir um síðustu áramót.

Lesa meira