Fréttir

Vesturlandsvegur (1) frá Hvalfjarðargöngum til Borgarness – Frumdrög og vefsjá - 20.1.2022

  • Framkvæmdin nær frá Hvalfjarðargöngum og að Borgarfjarðarbrú.

Verkfræðistofan VSÓ Ráðgjöf vinnur fyrir hönd Vegagerðarinnar að frumdrögum vegna breikkunar Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum til Borgarness. Í nýrri vefsjá má skoða fyrirhugaða framkvæmd og senda inn ábendingar sem munu fylgja frumdrögum inn á næstu stig hönnunar. Í myndbandi er jafnframt farið vel yfir frumdrög framkvæmdarinnar og virkni vefsjárinnar.

Lesa meira

Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2020 - 19.1.2022

  • Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2020
Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2020 er komin út.
Hana má nálgast rafrænt hér: Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2020Hægt er að panta prentað eintak af skýrslunni með því að senda tölvupóst á samskipti@vegagerdin.is Lesa meira

Öxnadalsheiði opin á ný eftir mikið fannfergi - 14.1.2022

  • Afleitt veður og snjókoma varð til þess að ekki var hægt að opna heiðina fyrr en í gærkvöldi.

Öxnadalsheiði var opnuð á ný í gærkvöldi. Heiðin var lokuð í næstum einn og hálfan sólarhring vegna veðurs og snjóþunga. Vegfarendur gátu farið um Siglufjörð og þar hefur verið ágætis færð þrátt fyrir nokkuð hvassviðri. 

Lesa meira

Umferðarljós við fjölfarin gatnamót uppfærð - 13.1.2022

Vegagerðin og Seltjarnarnesbær hafa unnið saman að framkvæmdum vegna umferðarljósa við gatnamót Nesvegar og Suðurstrandar.

Lesa meira