Fréttir

Fjölmörg brúarverkefni boðin út á næstunni - 11.10.2019

  • Brúin yfir Steinavötn var sett upp til bráðabirgða þegar sú eldri skemmdist.

Enn eru 36 einbreiðar brýr á Hringveginum, lang flestar á Suður- og Suðausturlandi. Einnig eru þó nokkrar einbreiðar brýr utan Hringvegar þar sem árdagsumferð (ÁDU) er meiri en 600 bílar. Framkvæmdadeild Vegagerðarinnar hélt þriðjudaginn 8. október kynningarfund fyrir verktaka og aðra áhugasama um fyrirhuguð brúarverkefni á næstu mánuðum. Vel var mætt og greinilegur áhugi fyrir hendi á þessum verkefnum.

Lesa meira

Tafir vegna framkvæmda á Suðurlandsvegi við Hveragerði - 8.10.2019

  • Malbikunarframkvæmdir eru í fullum gangi.

Vegna vinnu við breikkun Hringvegar (1) má búast við umferðartöfum á um þriggja km kafla frá Hveragerði austur að Kotstrandarkirkju á næstu dögum. Á afmörkuðum kafla við Varmá og á afmörkuðum kafla við Gljúfurholtsá má búast við að hámarkshraði verði takmarkaður við 30 km/klst meðan vinna við malbikun á nýjum Hringvegi fer fram.

Lesa meira

Framkvæmdir við Dettifossveg ganga vel - 8.10.2019

  • Dettifossvegur. Lokaáfangi framkvæmda verður lokið 2021.

„Framkvæmdir ganga nokkuð vel og verktaki hefur verið að auka afköstin með því að bæta við tækjum. Einnig er hann kominn með undirverktaka til að vinna í veginum niður í Vesturdal, sem er heppilegt því svæðinu þar var lokað fyrir ferðamenn á þessum tíma,“ segir Haukur Jónsson deildarstjóri umsjónardeildar á Norðursvæði Vegagerðarinnar. Hann segir að veðurfar í haust muni ráða því hversu langt verkið komist á árinu.

Lesa meira

Umferðaröryggi í þéttbýli - 7.10.2019

Vegagerðin býður til morgunverðarfundar um umferðaröryggi í þéttbýli á Grand Hótel 15. október. Myrkur, rysjótt veður og slæmt skyggni eru fylgifiskar haustsins. Þessar aðstæður hafa truflandi áhrif á ökumenn og gangandi vegfarendur og auka hættu á slysum. Þá er mikilvægt að finna svar við spurningunni: Hvernig getum við aukið öryggi og fækkað slysum í umferðinni?

Leitað verður svara við þessari stóru spurningu á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 15. október klukkan 8 til 10. Boðið verður upp á morgunverð milli 8 og 8.30. Allir eru velkomnir. 

Lesa meira