Fréttir

Dregur úr samdrætti í umferð á höfuðborgarsvæðinu - 5.6.2020

  • Umferðin eftir mánuðum
Umferðin í maí á höfuðborgarsvæðinu reyndist 9,5 prósentum minni en í sama mánuði fyrir ári síðan, þetta er mjög mikill samdráttur en mun minni en í apríl mánuði þegar samdrátturinn reyndist 28 prósent. Umferðin í síðustu viku reyndist einnig nánasta sú sama of í sömu viku fyrir ári, þannig að áhrifin af Covid-19 virðast vera að hverfa. Lesa meira

Mjög mikill samdráttur umferðar í maí á Hringveginum - 5.6.2020

  • Umferðin hlutfallsleg breyting
Umferðin á Hringveginum í maí dróst saman um ríflega 10 prósent sem er gríðarlegur samdráttur. Enn meiri samdráttur er frá áramótum en umferðin fyrstu fimm mánuði ársins er 15,5 prósentum minni en í sömu mánuðum í fyrra og hefur aldrei áður mælst jafn mikill samdráttur á þessum árstíma. Samdrátturinn er mestur á Austurlandi og á ferðamannaleiðum en á Mýrdalssandi dróst umferðin saman um nærri 70 prósent í maí. Lesa meira

Skarhólabraut og Hádegismóar - 27.5.2020

  • Undirskrift verksamnings. Óskar og Óskar
Skrifað var í vikunni undir verksamninga um hvorttveggja breikkun kafla á Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ, Skarhólabraut og um breikkun Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi og framhjá Hádegismóum. Samið var við Loftorku Reykjavík ehf. annarsvegar og Óskatak ehf. hinsvegar. Framkvæmdir hefjast strax og að vera lokið í haust í báðum tilvikum.  Lesa meira

Aukið öryggi með breikkun Suðurlandsvegar - 26.5.2020

  • Byggðin þrengir að vegstæðinu.

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda Suðurlandsveg (1) frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Lagður verður 2 + 2 vegur og tengingum fækkað frá því sem nú er. Gerðir verða nýir aðskildir reið-, hjóla- og göngustígar. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi allra fararmáta og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnur.

Lesa meira