Vegagerðin hefur yfirumsjón með framkvæmdum á sviði samgöngumála og sér um uppbyggingu, viðhald og þjónustu á vegakerfinu.
Vegakerfi landsins er skipt upp í þjóðvegi, sveitarfélagsvegi, almenna stíga og einkavegi þar sem þjóðvegir og sveitarfélagsvegir skulu mynda eðlilegt og samfellt vegakerfi til tengingar byggða landsins.
Vegakerfi landsins er skipt upp í þjóðvegi, sveitarfélagsvegi, almenna stíga og einkavegi þar sem þjóðvegir og sveitarfélagsvegir skulu mynda eðlilegt og samfellt vegakerfi til tengingar byggða landsins.
Þjóðvegir eru vegir fyrir almenning og er haldið við af ríkinu. Vegir eru taldir í vegaskrá. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega, sveitarfélög eru veghaldarar sveitarfélagsvega og eigendur einkavega hafa veghald þeirra.
Stofnvegir eru hluti af grunnkerfi samgangna eins og það er skilgreint í samgönguáætlun hverju sinni.
Til stofnvega teljast:
Tengivegir eru vegir utan þéttbýlis sem liggja af stofnvegi á stofnveg eða af stofnvegi á tengiveg og eru a.m.k. 2 km langir,
Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, atvinnustarfsemi, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis sem ákveðnir eru á staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá. Jafnframt er heimilt að taka í tölu héraðsvega vegi að sumarbústaðahverfum sem tengja að minnsta kosti 30 bústaði við þjóðveg.
Landsvegir eru vegir yfir fjöll og heiðar sem ekki tilheyra neinum af framangreindum vegflokkum og aflagðir byggðavegir á eyðilendum. Á vegum þessum skal yfirleitt einungis gera ráð fyrir árstíðabundinni umferð og minna eftirliti og minni þjónustu en á öðrum þjóðvegum.
Sveitarfélagsvegir eru vegir innan þéttbýlis sem ekki teljast þjóðvegir skv. 8. gr., eru í umsjá sveitarfélaga og ætlaðir almenningi til frjálsrar umferðar. Almennir stígar eru reiðstígar, göngu- og hjólreiðastígar sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar og haldið er við af fé ríkis eða sveitarfélaga. Einkavegir eru vegir sem hvorki teljast þjóðvegir né sveitarfélagsvegir og eru í eigu einstaklinga, fyrirtækja eða opinberra aðila.
Sveitarfélagsvegir eru vegir innan þéttbýlis sem ekki teljast þjóðvegir skv. 8. gr., eru í umsjá sveitarfélaga og ætlaðir almenningi til frjálsrar umferðar.
Almennir stígar eru reiðstígar, göngu- og hjólreiðastígar sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar og haldið er við af fé ríkis eða sveitarfélaga.
Einkavegir eru vegir sem hvorki teljast þjóðvegir né sveitarfélagsvegir og eru í eigu einstaklinga, fyrirtækja eða opinberra aðila.
Hér eru birtar upplýsingar um vegalengdir milli ýmissa staða á landinu. Valið er um brottfarar- og áfangastaði í einstökum landshlutum. Sýndar eru mismunandi fjarlægðir milli staða eftir leiðavali. Einnig er hægt að sjá skiptingu vegyfirborðs leiðar í bundið slitlag og möl.
Hægt er að sækja um fjárveitingu til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt vegalögum. Samgönguleiðir sem njóta styrkja skulu opnar allri almennri umferð.
Sótt er um á mínum síðum – Opnað er fyrir umsóknir í febrúar.
Umsækjandi skal leggja fram greinargóða lýsingu á fyrirhugaðri framkvæmd sem felur m.a. í sér upplýsingar um staðsetningu og notkun vegar, áætlaðan kostnað og aðra fjármögnun verksins.
Umsækjandi hverju sinni skal vera veghaldari þeirrar samgönguleiðar sem nýtur styrks. Er honum skylt að sjá um merkingar vegar og aðra þá þætti er falla undir veghald, sbr. ákvæði vegalaga.
Athygli er vakin á því að samgönguleiðir sem njóta styrkja samkvæmt heimild í vegalögum skulu opnar allri almennri umferð.
Skv. vegalögum nr. 80/2007 er heimilt að ákveða fjárveitingu í vegáætlun til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögunum.
Heimilt er að veita styrki til eftirfarandi samgönguleiða skv. reglum nr. 1155/2011:
Vegagerðin gerir tillögu um afgreiðslu styrkveitinga til ráðherra. Rétt er að vekja athygli á því að styrkir á grundvelli umsókna sem fengið hafa samþykki ráðherra skuli ekki afgreiddir fyrr en framkvæmd hefur verið tekin út án athugasemda og framkvæmdaleyfi frá viðkomandi sveitarfélagi liggur fyrir ef þess gerist þörf.
Sé umsókn hafnað er sú ákvörðun ekki kæranleg á grundvelli stjórnsýslulaga.
Umsækjendur sækja um rafrænt á „Mínum síðum“ Umsækjendur skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
Mikilvægt er að sækja um leyfi áður en hafist er handa við að byggja nýjan veg.
Sótt er um hjá Vegagerðinni.
Umsækjandi sýnir fram á að skilyrðin séu uppfyllt með gögnum:
Vegir sem liggja að býlum þar sem er til staðar:
Umsókn um héraðsveg skal senda til Vegagerðarinnar. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast hér eða á næstu þjónustustöð Vegagerðarinnar.
Mikilvægt er að sækja um leyfi áður en hafist er handa við að byggja nýjan veg. Vegagerðin getur hafnað þátttöku við kostnað byggingar vegs ef umsækjandi hefur hafið vegaframkvæmdir án leyfis og samráðs við Vegagerðina þrátt fyrir að skilyrði séu uppfyllt.
Umsækjandi getur kært ákvörðun til innviðaráðuneytis ef umsókn er hafnað.
Flest umferðarljósanna eru í Reykjavík af þeim sveitarfélögum sem standa að höfuðborgarsvæðinu. Hluti ljósanna er staðsettur á vegum sem eru í eigu Vegagerðarinnar. Með tilkomu Samgöngusáttmála var stofnaður samstarfshópur Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu en þessir aðilar deila ábyrgð á umferðarljósunum.
Í Vegasjá má finna upplýsingar um bundið slitlag og malarvegi. Ásamt ýmsum öðrum upplýsingum sem einnig eru á umferdin.is
Í vegaskrá er vegum skipt í kafla og margskonar upplýsingar koma fram um hvern kafla. Má þar nefna lengd kaflans, í hvaða kjördæmi hann er, sveitarfélagi og númer vegagerðarsvæðis. Þar kemur fram vegflokkur og vegtegund, sem æskileg er fyrir viðkomandi vegkafla, þegar aðeins er miðað við almenna umferðarspá.
Í Vegalögum er fjallað um skipulag og veghelgunarsvæði (VI. kafli, lög nr. 80/2007).
Utan þéttbýlis skal ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m og ekki nær öðrum þjóðvegum eða almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi. Aðrar byggingar skal ekki staðsetja nær stofn- og tengivegum og öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi. Heimilt er að víkja frá þessum ákvæðum þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar en gæta skal ákvæða vegalaga um veghelgunarsvæði. Óheimilt er að færa þjóðveg eða byggja nýjan veg utan þéttbýlis þannig að fjarlægð milli bygginga og vega verði minni en framangreind mörk segja til um án undangenginnar málsmeðferðar um deiliskipulag. Sveitarstjórnir bera ábyrgð á gerð deiliskipulags.
Málsmeðferðarreglur er að finna hjá viðkomandi sveitarfélagi.
Veghelgunarsvæði stofnvega 30 m til beggja hliða frá miðlínu
Veghelgunarsvæði tengivega 15 m til beggja hliða frá miðlínu
Veghelgunarsvæði vegamóta – beinar línur milli punkta á miðlínu vega 40 m frá skurðpunkti (Veghaldari getur, ef sérstaklega stendur á fært út mörk þessi, allt að 150 m.
Mesta hljóðstig utan við húsvegg á jarðhæð og utan við opnanlega glugga er 35-55dB (sjá nánar í reglugerð um hávaða nr. 724/2008 og reglugerð um kortlagningu ávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005