Vegir

Vegagerðin hefur yfirumsjón með framkvæmdum á sviði samgöngumála og sér um uppbyggingu, viðhald og þjónustu á vegakerfinu.

Vegakerfi landsins er skipt upp í þjóðvegi, sveitarfélagsvegi, almenna stíga og einkavegi þar sem þjóðvegir og sveitarfélagsvegir skulu mynda eðlilegt og samfellt vegakerfi til tengingar byggða landsins.

 

Flokkun vega

Vegakerfi landsins er skipt upp í þjóðvegi, sveitarfélagsvegi, almenna stíga og einkavegi þar sem þjóðvegir og sveitarfélagsvegir skulu mynda eðlilegt og samfellt vegakerfi til tengingar byggða landsins.

Þjóðvegir

Þjóðvegir eru vegir fyrir almenning og er haldið við af ríkinu. Vegir eru taldir í vegaskrá. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega, sveitarfélög eru veghaldarar sveitarfélagsvega og eigendur einkavega hafa veghald þeirra.

Aðrir vegir

Sveitarfélagsvegir eru vegir innan þéttbýlis sem ekki teljast þjóðvegir skv. 8. gr., eru í umsjá sveitarfélaga og ætlaðir almenningi til frjálsrar umferðar. Almennir stígar eru reiðstígar, göngu- og hjólreiðastígar sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar og haldið er við af fé ríkis eða sveitarfélaga. Einkavegir eru vegir sem hvorki teljast þjóðvegir né sveitarfélagsvegir og eru í eigu einstaklinga, fyrirtækja eða opinberra aðila.


Vegalengdir

Hér eru birtar upplýsingar um vegalengdir milli ýmissa staða á landinu. Valið er um brottfarar- og áfangastaði í einstökum landshlutum. Sýndar eru mismunandi fjarlægðir milli staða eftir leiðavali. Einnig er hægt að sjá skiptingu vegyfirborðs leiðar í bundið slitlag og möl.

Austurleið - Fljótsdalshérað - júlí 2021

Austurleið - Fljótsdalshérað - júlí 2021

Umsókn um styrkveg


Umsókn um héraðsveg


Umferðarljós

Flest umferðarljósanna eru í Reykjavík af þeim sveitarfélögum sem standa að höfuðborgarsvæðinu. Hluti ljósanna er staðsettur á vegum sem eru í eigu Vegagerðarinnar. Með tilkomu Samgöngusáttmála var stofnaður samstarfshópur Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu en þessir aðilar deila ábyrgð á umferðarljósunum.


Vegasjá

Í Vegasjá má finna upplýsingar um bundið slitlag og malarvegi. Ásamt ýmsum öðrum upplýsingum sem einnig eru á umferdin.is


Vegaskrá

Í vegaskrá er vegum skipt í kafla og margskonar upplýsingar koma fram um hvern kafla. Má þar nefna lengd kaflans, í hvaða kjördæmi hann er, sveitarfélagi og númer vegagerðarsvæðis. Þar kemur fram vegflokkur og vegtegund, sem æskileg er fyrir viðkomandi vegkafla, þegar aðeins er miðað við almenna umferðarspá.


Leiðbeiningar og reglur


Tengt efni