Fréttir

Skrifað undir verksamning

29. nóvember 2021 : Skrifað undir verksamning um Lögbergsbrekku

Verkið er á Hringvegi, Fossvellir - Lögbergsbrekka. Um er að ræða tvöföldun á Hringveginum frá Fossvöllum vestur fyrir Lögbergsbrekku með hliðarvegum og undirgöngum fyrir ríðandi umferð.
Sjólag.is er ný vefsíða sem ætlað er að þjónusta sjófarendur.

19. nóvember 2021 : Sjolag.is - Ný kortasjá um veður og sjólag

Í vor fór í loftið fyrsta útgáfa nýrrar kortasjár Vegagerðarinnar fyrir sjófarendur, sjolag.is. Vefnum er ætlað að uppfæra eldri spákort Veðurs og sjólags, á vef Vegagerðarinnar.  Með vefnum er þjónusta við sjófarendur aukin til muna auk þess sem gögn úr mælitækjum og spár eru gerðar aðgengilegar í vefþjónustum. Um sinn verða gömlu spákortin enn aðgengileg á sínum stað á Vegagerðin.is.

Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 21. nóvember.

18. nóvember 2021 : Fjölmargar minningarathafnir um land allt í beinni vefútsendingu

Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 21. nóvember. Í ár verður kastljósinu meðal annars beint að afleiðingum þess ef öryggisbelti eru ekki notuð. Táknrænar minningarstundir verða haldnar hringinn í kringum landið af þessu tilefni. Dagskrá viðburða er á vefnum minningardagur.is.

Fréttasafn