Fréttir

Framkvæmdir við Fjarðarhornsá í maí 2024. Mynd: Haukur Sigurðsson

17. maí 2024 : Framkvæmdir hafnar við brú yfir Fjarðarhornsá

Framkvæmdir við verkið Vestfjarðavegur (60) um Fjarðarhornsá og Skálmardalsá ganga vel. Fyrstu steypunni var hellt í mót við brúna yfir Fjarðarhornsá í maí en brúarsmíðinni lýkur í desember á þessu ári. Verkið í heild á að klárast í desember 2025.

Brunaæfing í Hvalfjarðargöngum 15. maí 2024.

16. maí 2024 : Vel heppnuð slökkviæfing í Hvalfjarðargöngum

Umfangsmikil slökkviæfing fór fram í Hvalfjarðargöngum síðastliðinn miðvikudag. Æfingin var á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og þótti takast vel.

 

Reykjavíkurflugvöllur.

16. maí 2024 : Öllum tilboðum í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hornafjarðar hafnað

Vegagerðin bauð út áætlunarflug til Hafnar í Hornafirði í vetur. Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu en um er að ræða sérleyfissamning fyrir árin 2024-2027. Tilboð voru opnuð þann 30. apríl 2024 síðastliðinn. Þrjú tilboð bárust en þau voru öll töluvert yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að hafna öllum tilboðum.

Fréttasafn