Fréttir

Kynning Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur

10. febrúar 2020 : Kynning á Dynjandisheiði og Bíldudalsvegi

Kynningarfundir vegna mats á umhverfisáhrifum vegalagningar yfir Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi voru haldnir á Ísafirði og Bíldudal í síðustu viku. Um 80 manns sóttu fundina og voru fundarmenn almennt mjög áhugasamir um fyrirhugaðar framkvæmdir.
112 dagurinn

10. febrúar 2020 : Viðbragðsaðilar standa vaktina í umferðinni á 112-deginum

112-dagurinn verður haldinn um allt land á morgun, 11. febrúar, og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi fólks í umferðinni. Til að minna á mikilvægi þess að fara varlega í umferðinni verður úttkallstækjum viðbragðsaðila lagt á áberandi stöðum við helstu umferðaræðar á höfuðborgarsvæðinu á mestu annatímum í umferðinni.

Umferðin uppsafnað

7. febrúar 2020 : Samdráttur í umferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin í nýliðnum janúarmánuði dróst saman um 1,6 prósent frá sama mánuði fyrir árið síðan. Þetta er þó mun minni samdráttur en á Hringveginum í janúar. Líklegt er að veður hafi mun minni áhrif á höfuðborgarsvæðinu enda var vegum lokað víða á Hringvegi um skemmri og lengri tíma í mánuðinum.

Fréttasafn