Fréttir

Frítt verður í Strætó og landsbyggðarstrætó 22. september 2023.

19. september 2023 : Frítt í Strætó og landsbyggðarstrætó 22. september

Á bíllausa daginn 22. september verður frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og með landsbyggðarstrætó. Bíllausi dagurinn er haldinn í tilefni af evrópsku samgönguvikunni sem er frá 16. - 22. september. Strætó hefur tekið þátt í samgönguvikunni með viðburðinum Bíllausi dagurinn undanfarin ár og í ár ákvað Vegagerðin að taka einnig þátt en Vegagerðin rekur og ber ábyrgð á landsbyggðarstrætó. Með því verður frítt í Strætó á milli byggðarlaga fyrsta sinn.

Þrengingar verða til vesturs fram á föstudag.

19. september 2023 : Þrengingar á Hafnarfjarðarvegi vegna framkvæmda

Framkvæmdir vegna nýrra strætóstöðva við Hafnarfjarðaveg / Kringlumýrarbraut standa yfir. Þrenging á veginum vestan megin, þ.e. á leiðinni frá Reykjavík, verður senn aflétt en þrengja þarf veginn austan megin, á leiðinni til Reykjavíkur, fram á föstudag til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsfólks. Unnið er að því að fylla skurði og þegar því er lokið verður malbikað. Áætlað er að malbika í næstu viku en það verður gert utan háannatíma.  

Hér má sjá áhrifasvæði Sundabrautar.

19. september 2023 : Sundabraut – kynningarfundir um framkvæmdina haldnir í október

Verklýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur í síðustu viku. Með verklýsingunni eru boðaðar breytingar sem varða legu og útfærslu áformaðrar Sundabrautar. Jafnhliða því var lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna. Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg, vinnur nú að undirbúningi Sundabrautar, frá Sæbraut að Kjalarnesi.

Fréttasafn