Fréttir
Líka met í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu

Færsla Hringvegar (1) um Mýrdal - umhverfismatsskýrsla
Vegagerðin áformar uppbyggingu á Hringvegi (1) um Mýrdal. Umferð um núverandi veg hefur aukist umtalsvert undanfarin ár, jafnframt hefur þéttbýlið í Vík stækkað með tilheyrandi umferð óvarinna vegfarenda yfir og við veginn. Í samræmi við lögbundið hlutverk Vegagerðarinnar er þörf á að stuðla að auknu umferðaröryggi og greiðfærni allrar umferðar og vöruflutninga um Hringveginn.

Skrifað undir verksamning um gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar og Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks skrifuðu undir verksamning fimmtudaginn 30. nóvember vegna verksins; Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Hallsteinsnes – Skálanes, fyllingar. Verkið er fyrsti áfangi í þverun fjarðanna tveggja en brúargerðin verður boðin út síðar.