Fréttir

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðmundur Valur Guðmundsson form. starfshóps um lagningu Sundabrautar, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar.

25. janúar 2022 : Mikill samfélagslegur ábati af lagningu Sundabrautar

Sundabraut, hvort heldur er í jarðgöngum eða um brú,  hefur mikinn samfélagslegan ávinning og er metin samfélagslega hagkvæm framkvæmd samkvæmt félagshagfræðilegri greiningu á lagningu Sundabrautar. Heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu gæti minnkað um 150 þús. km á hverjum sólarhring við opnun Sundabrautar og ábati fyrir samfélagið eftir útfærslu Sundabrautar með Sundabrú eða jarðgöngum gæti orðið 186-238 milljarðar króna. Mestur ábati felst í minni akstri, útblæstri og mengun og styttri ferðatíma vegfarenda vegna styttri leiða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Næstu skref eru að hefja undirbúning á umhverfismati, víðtæku samráðsferli og nauðsynlegum breytingum á aðalskipulagi en miðað er við að Sundabraut verði opnuð árið 2031.

Framkvæmdin nær frá Hvalfjarðargöngum og að Borgarfjarðarbrú.

20. janúar 2022 : Vesturlandsvegur (1) frá Hvalfjarðargöngum til Borgarness – Frumdrög og vefsjá

Verkfræðistofan VSÓ Ráðgjöf vinnur fyrir hönd Vegagerðarinnar að frumdrögum vegna breikkunar Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum til Borgarness. Í nýrri vefsjá má skoða fyrirhugaða framkvæmd og senda inn ábendingar sem munu fylgja frumdrögum inn á næstu stig hönnunar. Í myndbandi er jafnframt farið vel yfir frumdrög framkvæmdarinnar og virkni vefsjárinnar.

Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2020

19. janúar 2022 : Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2020

Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2020 er komin út.
Hana má nálgast rafrænt hér: Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2020Hægt er að panta prentað eintak af skýrslunni með því að senda tölvupóst á samskipti@vegagerdin.is

Fréttasafn