Fréttir

Undirskrift verksamnings. Óskar og Óskar

27. maí 2020 : Skarhólabraut og Hádegismóar

Skrifað var í vikunni undir verksamninga um hvorttveggja breikkun kafla á Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ, Skarhólabraut og um breikkun Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi og framhjá Hádegismóum. Samið var við Loftorku Reykjavík ehf. annarsvegar og Óskatak ehf. hinsvegar. Framkvæmdir hefjast strax og að vera lokið í haust í báðum tilvikum. 
Byggðin þrengir að vegstæðinu.

26. maí 2020 : Aukið öryggi með breikkun Suðurlandsvegar

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda Suðurlandsveg (1) frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Lagður verður 2 + 2 vegur og tengingum fækkað frá því sem nú er. Gerðir verða nýir aðskildir reið-, hjóla- og göngustígar. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi allra fararmáta og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnur.

Covid Umferðin á Hb vikuleg 21

25. maí 2020 : Aftur minnkar umferðin á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin um lylkilsnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu dróst meira saman í síðustu viku en vikurnar tvær á undan. Umferðin í viku 21 var minni en bæði í viku 20 og í viku 19. í samanburði við sömu viku fyrir ári dróst umferðin saman um nærri 12 prósent sem er nokkuð meiri samdráttur en síðuðstu vikur á undan. Erfitt er að meta hvað veldur.

Fréttasafn