Fréttir

Hér sjást bæði nýja brúin og sú gamla.

16. maí 2022 : Göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár við Dimmu

Hluti framkvæmda við nýjan Arnarnesveg felst í gerð göngustíga og nýrrar brúar yfir Elliðaár við Dimmu. Um er ræða mikla samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Forhönnun brúarinnar gerir ráð fyrir timburbrú í þremur höfum og þess er sérstaklega gætt að hún falli vel að umhverfinu. Nýir göngu- og hjólastígar eru hluti af stofnstígakerfi höfuðborgarsvæðisins og verða aðskildir fyrir gangandi og hjólandi. 

Rof er sums staðar yfir fimmtíu metrar. Mynd/Þórir Níels Kjartansson

13. maí 2022 : Víkurfjara hörfar í vetrarstormum

Mikið landbrot hefur orðið í fjörunni við Vík í Mýrdal frá áramótum og er rofið sums staðar yfir fimmtíu metrar. Vegagerðin stefnir á að hækka flóðvarnargarða sem liggja meðfram þorpinu.

Klæðingarvinna

13. maí 2022 : Klæðing - myndband um klæðingarverk

Klæðing er sú aðferð sem mest er notuð á Íslandi við að leggja bundið slitlag. Hin aðferðin er að leggja malbik sem gert er á umferðarmestu vegum landsins. Ef ekki væri fyrir klæðinguna væri mun færri kílómetrar af þjóðvegum lagðir bundnu slitlagi en raunin er. Vegagerðin hefur unnið stutt myndband sem lýsir því hvernig klætt er.

Fréttasafn