Fréttir

20. september 2019 : Álag á vegi landsins hefur margfaldast

Fimmtán sinnum fleiri erlendir ferðamenn óku á bílaleigubílum yfir vetrarmánuðina í fyrra en 2010. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn fyrirtækisins Rannsókn & ráðgjöf ferðaþjónustunnar sem birt er á vef Vegagerðarinnar

Ari Trausti Guðmundsson, Bergþóra Þorkelsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson klipptu á borðann.

16. september 2019 : Þingvallavegur opnaður á Degi íslenskrar náttúru

Þingvallavegur var formlega opnaður í dag, á Degi íslenskrar náttúru. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Ari Trausti Guðmundsson formaður Þingvallanefndar og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar klipptu á borða á veginum sem hefur verið endurbættur verulega á átta kílómetra kafla frá þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum og í austurátt. Að athöfn lokinni var haldið málþing í Hakinu.

Vegagerðarappið

11. september 2019 : Vegagerðar appið aflagt

Vegagerðarappið verður lagt niður þar sem notkun þess stóðst engan vegin væntingar og kostnaður er töluverður. Bæði er nokkur kostnaður við rekstur appsins og einnig við óhjákvæmilega áframhaldandi þróun til að viðhalda því. Notendur kjósa frekar að nota vef Vegagerðarinnar fyrir þessar upplýsingar. 

Fréttasafn