Fréttir

Höfundur með Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra Vegagerðarinnar.

19. ágúst 2019 : Bók um sögu Hvalfjarðarganga

Út er komin bókin Undir kelduna, sagan um Hvalfjarðargöng 1987-2019, eftir Atla Rúnar Halldórsson blaðamann. Fjallað er um aðdraganda framkvæmda við göngin allt frá því Hreinn Haraldsson, jarðfræðingur og síðar vegamálastjóri, nefndi göng undir Hvalfjörð sem raunhæfan möguleika, í viðauka skýrslu nefndar um jarðgangaáætlun í mars 1987, þar til ríkið tók við göngunum í lok september 2918 og eignaðist svo rekstrarfélag ganganna, Spöl ehf., vorið 2019.

Vegagerðin.

16. ágúst 2019 : Leitað eftir framkvæmdastjóra nýs þjónustusviðs Vegagerðarinnar

Þegar nýtt skipurit Vegagerðarinnar var kynnt á starfsmannafundi í sumar voru stærstu tíðindin sú að til varð sérstakt Þjónustusvið þar sem áhersla er lögð á þjónustu við vegakerfið og þjónustu og upplýsingamiðlun til vegfarenda og sjófarenda. Áður var þjónusta hluti af  mannvirkjasviði.

Ánægð með gott dagsverk. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í Berufirði.

14. ágúst 2019 : Bundið slitlag allan hringinn

Sigurður Ingi Jóhannsson klippti á borða í Berufirði í dag, miðvikudaginn 14. ágúst 2019, og opnaði þar með formlega nýjan vegarkafla sem styttir hringveginn um 3,6 km. Með tilkomu hins nýja vegar næst einnig það markmið sem unnið hefur verið að í fjóra áratugi, að koma bundnu slitlagi á allan Hringveginn.

Fréttasafn