Fréttir

Eysteinn Dofrason, Björgun og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri skrifa undir samninginn

12. nóvember 2019 : Dýpkað í Landeyjahöfn út janúarmánuð

Vegagerðin og Björgun hf. hafa gert með sér samkomulag um dýpkun í Landeyjahöfn frá því haustdýpkun lýkur 15. nóvember og út  janúar næstkomandi. Skrifað var undir samninginn í dag 12. nóvember. Dýpkað verður flesta daga meðan fært er. Dýpkað hefur verið samkvæmt samningi vor og haust og er þetta veruleg viðbót við þá dýpkun. Með þessu vill Vegagerðin leitast við að halda höfninni opinni fram yfir áramót sé þess nokkur kostur.  

Fyrsti snjómoksturinn milli Húsavíkur og Lóns í október 2019. Mynd/tryggviberg

11. nóvember 2019 : Vegagerðin í myndum

Starfsfólk Vegagerðarinnar er margt mikið á ferðinni um landið. Oft tekur það myndir af því sem fyrir augu ber. Viðfangsefnin eru fjölbreytt, frá vegum, hjólastígum, vegaframkvæmdum, umferðarskiltum og vinnuvélum til brúa, ferja og hafna.

Bergur Ebbi flutti fyrirlestur um gildismat framtíðarinnar og heillaði viðstadda með pælingum um iðnbyltingarnar fjórar. Mynd/GPM

8. nóvember 2019 : Um 220 manns á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í 18. sinn föstudaginn 1. nóvember sl. í Hörpu og var almenn ánægja með ráðstefnuna. Kynnt voru alls 17 rannsóknaverkefni sem er þó bara hluti þeirra verkefna sem er í gangi hjá Vegagerðinni hverju sinni.

Fréttasafn