Fréttir

Stór ferðahelgi er framundan. Vart hefur orðið við blæðingar í slitlögum, þá eru vegaframkvæmdir víða og því mikilvægt að fara varlega.

3. júlí 2020 : Blæðingar í slitlagi – förum varlega

Einmuna veðurblíða hefur verið síðustu daga og veðurspáin góð áfram. Því stefnir í stóra ferðahelgi. Tími framkvæmda á vegakerfinu stendur sem hæst og víða er nýlögð klæðing. Vegna mikilla hita síðustu daga hefur orðið vart við blæðingar í slitlagi en af því getur skapast hætta. Til að bregðast við hafa verið settar upp viðvaranir víða um land. Vegfarendur eru hvattir til að hafa varann á og virða merkingar og hraðatakmarkanir.

Umferðin hlutfallsleg breyting

3. júlí 2020 : Óvænt aukning umferðar í júní á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin í júní á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent sem kom á óvart en þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem umferðin í mánuðinum er meiri en umferðin í sama mánuði ári fyrr. Athygli vekur að það er aukin umferð á mánudögum sem stendur undir allri aukningunni. Skýringar á aukinni umferð á mánudögum eru ekki augljósar.
Vesturlandsvegur

1. júlí 2020 : Hált malbik – frekari aðgerðir

Gullinbrú verður malbikuð að nýju á morgun. Vesturlandsvegur um Kjalarnes hefur verið hálkuvarinn en verður malbikaður að nýju á mánudag. Sérstakt eftirlit verður haft með veginum þangað til. Aðrir kaflar með óviðunandi viðnámi verða fræstir og malbikaðir að nýju.

Fréttasafn