Fréttir

Framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar. Horft yfir til Grafar.

23. júlí 2021 : Samkomulag landeigenda Grafar og Vegagerðarinnar

Vegagerðin og landeigendur Grafar í Þorskafirði hafa náð samkomulagi um vegalagningu í Gufudalssveit.  Það er fagnaðarefni að ná þessum áfanga sem tryggir framgang þessarar nauðsynlegu samgöngubótar á Vestfjörðum en eigendur Grafar voru þeir einu sem ósamið var við.

Þann 21. maí 2021 voru akkúrat 50 ár síðan Jóhann stein sín fyrstu spor sem Vegagerðarmaður.

15. júlí 2021 : List að vera hefilstjóri

Jóhann B. Skúlason yfirverkstjóri á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði lét af störfum 21. maí síðastliðinn en þá voru upp á dag fimmtíu ár síðan hann steig sín fyrstu skref sem Vegagerðarmaður.

Nýi Herjólfur hefur siglt til Landeyjahafnar í 73 prósentum tilvika frá því hann byrjaði siglingar í ágúst 2019.

15. júlí 2021 : Nýr Herjólfur stórbætir nýtingu á Landeyjahöfn

Nýting nýja Herjólfs á Landeyjahöfn síðasta vetur var um 90 prósent, ef með eru taldir dagar þar sem siglt er hálfan daginn. Þetta er svipuð nýtni og var gert ráð fyrir þegar höfnin var byggð.

Fréttasafn