Fréttir

Gosumferð til 15.4 Suðurstrandarvegur

16. apríl 2021 : Gríðarleg gosumferð á Suðurstrandarvegi - um 500 prósenta aukning

Umferðin um Suðurstrandarveg eftir að hann opnaði eftir að gos hófst í Geldingadölum 19. mars jókst um nærri 500 prósent. Einnig hefur veirð mikil aukning á umferð um Grindavíkurveg og Reykjanesbraut þær fjórar vikur sem gosið hefur staðið og skýrist af gríðarlegur áhuga á að heimsækja gosstöðvarnar.
Umferð á Vesturlandsvegi.

14. apríl 2021 : Verkefni Rannsóknasjóðs ratar í fjölmiðla

Mikil umræða hefur skapast í fjölmiðlum og víðar um niðurstöður rannsóknarverkefnisins „Áhrif hraða á mengun vegna umferðar“. Þar kemur meðal annars fram að lækkun hámarkshraða yfir leyfilegt nagladekkjatímabil í Reykjavík, gæti dregið verulega úr tilurð svifryks og um leið sliti gatna. Rannsóknarverkefnið var unnið af Þresti Þorsteinssyni prófessor í umhverfis- og auðlindafræði fyrir styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar á tímabilinu 2020-2021.

Umferðin uppsafnað

13. apríl 2021 : Umferð á Hringvegi eykst frá því fyrir ári

Umferðin á Hringvegi í mars jókst um nærri 23 prósent frá mars í fyrra en þá hafði kórónufaraldurinn dregið mjög mikið úr umferð. Frá áramótum hefur umferðin aukist um sjö prósent og frá áramótum er aukning í öllum landssvæðum utan Suðurlands þar sem umferð dregst saman. Má það væntanlega rekja til samdráttarins í ferðamennskunni.

Fréttasafn