Fréttir

Umferðaröryggi bætt við gatnamót Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar
Umferðaröryggi verður bætt á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs. Vegagerðin og Reykjavíkurborg vinna sameiginlega að þessum undirbúningi en Vegagerðin er veghaldari á Sæbraut. Framkvæmdir fara á fullt um leið og veður leyfir en farið verður fyrr í það sem hægt er að gera nú þegar eins og að bæta götulýsingu. Þetta var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar þann 1. febrúar sl.

Brúargólf nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá steypt í hitaðri yfirbyggingu
Nýrri tvíbreiðri brú yfir Stóru-Laxá, sem nú er í byggingu, var bjargað frá stórtjóni á dögunum. Það var gert með því að rjúfa veginn að ánni áður en stórt flóð varð í henni. Enn er flóðahætta og Skeiða- og Hrunamannavegur (30) því lokaður áfram um hríð. Brúargólf nýju brúarinnar var steypt á dögunum. Aðstæður voru all sérstakar enda hafði verið byggt yfir brúna sem hefur ekki verið gert áður hér á landi.
Háskólasamfélagið næststærsti hópur umsækjenda í Rannsóknasjóð Vegagerðarinnar
Í ár bárust alls 124 umsóknir um verkefnastyrk til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar upp á samtals 365.379.195 krónur. Rannsóknasjóðurinn hefur 150 milljónir króna til umráða á þessu ári. Tilkynnt verður um úthlutun úr sjóðnum í byrjun mars.