Fréttir

Ný tenging Bláalónsvegar

22. febrúar 2024 : Grindavíkurvegur opinn

Búið er að opna leið um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut að nýrri vegtengingu að Bláa lóninu sunnan varnargarðs. Nýr hluti Bláalónsvegar er allur innan varnargarðsins. Þessi leið er öllum opin en lokað er til Grindavíkur nema þeim sem um mega fara.

Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun í Hvalfjarðargöngum 22. febrúar 2024.

20. febrúar 2024 : Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í Hvalfjarðargöngum

Meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngum verður tekið í notkun þann 22. febrúar 2024. Sjálfvirkt hraðaeftirlit er ein af megin áherslum í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Hraðamyndavélar eru fyrst og fremst settar upp á köflum þar sem slys eru mörg, en einnig er lögð áhersla á að setja slíkan búnað upp í jarðgöngum til að draga úr líkum á að slys verði.

Frá Landeyjahöfn.

20. febrúar 2024 : Landeyjahöfn á réttum stað

Að byggja höfn á útsettri sandströnd er ekki sjálfsagt mál. Af þeirri ástæðu hefur mest alla Íslandssöguna verið hafnleysi frá Höfn í Hornafirði allt vestur til Þorlákshafnar. Eigi að síður var ráðist í að byggja höfn á ströndinni gegnt Vestmannaeyjum til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Ljóst er að tilkoma Landeyjahafnar hefur gjörbylt samgöngum við Vestmannaeyjar. Yfir sumartímann siglir Herjólfur allt að sjö sinnum á dag milli lands og Eyja en yfir vetrarmánuði er siglt sjaldnar en þar spilar veður og ölduhæð stórt hlutverk. Þegar dýpi í Landeyjahöfn minnkar er iðulega hægt að sigla á flóði, ef alda er undir 2,5 metrum.

Fréttasafn