Fréttir

Fundurinn var afar vel sóttur.

18. október 2019 : Umferðaröryggi í þéttbýli - Myndband

Vegagerðin hélt morgunverðarfund 15. október síðastliðinn. Yfirskriftin var Umferðaröryggi í þéttbýli. Fundurinn var afar vel sóttur en um áttatíu manns lögðu leið sína á Grand hótel til að hlýða á fyrirlesarana. Þeir voru Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri, Margrét Silja Þorkelsdóttir deildarstjóri tæknideildar Vegagerðarinnar á Akureyri, Svanhildur Jónsdóttir sviðsstjóri samgangna hjá VSÓ Ráðgjöf og Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild á Samgöngustofu.

Mynd af nýjustu dýptarmælingu í Landeyjahöfn.

15. október 2019 : Dýpkunarframkvæmdir í Landeyjahöfn samkvæmt áætlun

Haustdýpkun Landeyjahafnar hófst 16. september síðastliðinn. Björgun ehf. sér um dýpkunina og er áætlað að fjarlægja þurfi um 100.000 rúmmetra af efni úr höfninni á tímabilinu sem stendur til 15. nóvember.

Brúin yfir Steinavötn var sett upp til bráðabirgða þegar sú eldri skemmdist.

11. október 2019 : Fjölmörg brúarverkefni boðin út á næstunni

Enn eru 36 einbreiðar brýr á Hringveginum, lang flestar á Suður- og Suðausturlandi. Einnig eru þó nokkrar einbreiðar brýr utan Hringvegar þar sem árdagsumferð (ÁDU) er meiri en 600 bílar. Framkvæmdadeild Vegagerðarinnar hélt þriðjudaginn 8. október kynningarfund fyrir verktaka og aðra áhugasama um fyrirhuguð brúarverkefni á næstu mánuðum. Vel var mætt og greinilegur áhugi fyrir hendi á þessum verkefnum.

Fréttasafn