Fréttir

Yfirborðsmerkingar.

12. júlí 2019 : Vegmerkingar Vegagerðarinnar – nýtt myndband

Vegagerðin hefur gefið út stutt myndband um yfirborðsmerkingar vega. Vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát þegar tekið er fram úr málningabílum og fylgdarbílum þeirra.  Nauðsynlegt er að taka framúr báðum bifreiðum í einu.

Kjalarnes

12. júlí 2019 : Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Að mati Vegagerðarinnar er ákvörðunin ekki í samræmi við fyrri fordæmi og túlkun laga um mat á umhverfisáhrifum hvað snertir matsskyldu framkvæmda þegar verið er að breikka veg úr tveggja akreina vegi í 2+1 veg.

Hraðamyndavél við Suðurlandsveg, hjáleið á Ölfusveg

11. júlí 2019 : Allir vilja fallegt bros

ÍAV hefur sett upp hraðamyndavélar í formi broskarla við hjáleið þar sem unnið er að breikkun Suðurlandsvegar. Strax hefur dregið úr hraða. Áætlað er að framkvæmdum ljúki um miðjan október.

Fréttasafn