Fréttir
Kynningarfundir varðandi Sundabraut
Kynningarfundir á vegum
Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar verða haldnir í októberbyrjun um
matsáætlun vegna umhverfisáhrifa Sundabrautar og fyrirhugaðar
aðalskipulagsbreytingar. Haldnir
verða þrír kynningarfundir um framkvæmdina, á þessu stigi málsins, auk
morgunfundar í streymi. Á
fundunum verður fyrirhuguð framkvæmd kynnt ásamt áherslum í komandi umhverfismati
og vinnu við breytingar á aðalskipulagi. Til skoðunar eru valkostir á legu
Sundabrautar auk tenginga við byggð og atvinnustarfsemi.

Baldur áfram Baldur
Ferjan Röst mun fá nafnið Baldur líkt og forverar hennar hafa heitið í nærri heila öld eða allt frá árinu 1924. Breiðfjarðarferjan Baldur mun því áfram heita Baldur. Til bráðabirgða mun nafnið þó vera Röst þar til gengið hefur verið frá öllum atriðum er varða skráningu á nýju nafni. Nýja ferjan hefur nú lagst að í tilraunaskyni bæði í Stykkishólmi og á Brjánslæk og gengu þær æfingar mjög vel. Einungis er þörf á smávægilegum lagfæringum. Skipið þykir gott sjóskip.

Frítt í Strætó og landsbyggðarstrætó 22. september
Á bíllausa daginn 22. september verður frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og með landsbyggðarstrætó. Bíllausi dagurinn er haldinn í tilefni af evrópsku samgönguvikunni sem er frá 16. - 22. september. Strætó hefur tekið þátt í samgönguvikunni með viðburðinum Bíllausi dagurinn undanfarin ár og í ár ákvað Vegagerðin að taka einnig þátt en Vegagerðin rekur og ber ábyrgð á landsbyggðarstrætó. Með því verður frítt í Strætó á milli byggðarlaga fyrsta sinn.