Fréttir

Hríseyjarferjan Sævar.

24. nóvember 2022 : Ferðum í Hrísey verður ekki fækkað

Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en hins vegar vill Vegagerðin auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju. 

Skýrsla um ástand stoppistöðva á landsvísu var kynnt á fundi í húsnæði Vegagerðarinnar.

23. nóvember 2022 : Brýnt að bæta aðgengi að nær öllum biðstöðvum strætisvagna á landsvísu

Skýrsla um ástand stoppistöðva á landsvísu, sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök, var kynnt á fundi í húsnæði Vegagerðarinnar á dögunum. Á fundinum kom m.a. fram að Vegagerðin þekkir stöðu mála og tekur undir að úrbóta sé þörf. 

Djúpavík í Árneshreppi

18. nóvember 2022 : Kynningarfundur vegna framkvæmda á Strandavegi um Veiðileysuháls

Kynningarfundur vegna mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar: Strandavegur (643) um Veiðileysuháls, Kráká-Kjósará í Árneshreppi, verður haldinn þriðjudaginn 22. nóvember kl. 14:00. Kynningunni verður streymt. Markmið framkvæmda er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Með nýjum vegi um Veiðileysuháls verða samgöngur í Strandasýslu áreiðanlegri og öruggari. 

Fréttasafn