Fréttir

150 milljónir króna skiptust á milli 66 verkefna.

3. mars 2021 : Úthlutað úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar

Úthlutun úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2021 er lokið. Alls bárust 137 umsóknir og sótt var um samtals rúmlega 400 milljónir króna. Sjóðurinn hafði að þessu sinni 150 milljónir krónur til ráðstöfunar. Rannsóknaráð Vegagerðarinnar valdi 66 verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni.

Lyftan getur lyft allt að 300 kg.

2. mars 2021 : Hjólastólaaðgengi á fjórum leiðum á landsbyggðinni

Nýverið kom til landsins fyrsti sérsmíðaði vagninn með hjólastólalyftu sem ekur fyrir Strætó á landsbyggðinni. Vagninn er kominn í notkun á leið 57 (Reykjavík-Akureyri) hjá Hópbílum en von er á þremur vögnum til viðbótar.

Umferðin uppsafnað

1. mars 2021 : Minni umferð í febrúar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum febrúar mánuði reyndist tæplega prósenti minni en í febrúar fyrir ári síðan. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um 3,5 prósent. Umferðin í síðustu viku var aðeins minni en í vikunni áður en meira en í sömu viku fyrir ári.

Fréttasafn