Fréttir

Vaktstöð suður er í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Borgartúni.

21. janúar 2020 : Vaka meðan aðrir sofa

Starfsmenn vaktstöðva Vegagerðarinnar eru á vakt allan sólarhringinn. Þeir fylgjast með færð og veðri, sjá til þess að ræsa út bíla til að moka og hálkuverja og meta hvenær þarf að loka vegum. Einnig fylgjast þeir grannt með aðstæðum í jarðgöngum og bregðast við ef eitthvað bjátar á. Þegar óveður gengur yfir landið eins og í byrjun desember eykst álagið til muna.

Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar um ferðamenn og áningarstaði verður haldinn á Grand Hótel 21. janúar. Mynd/Robert Bye af vefnum Unsplash

21. janúar 2020 : Hvar stoppa ferðamenn? Ný dagsetning

Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar Hvar stoppa ferðamenn? sem fara átti fram 21. janúar verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík þann 29. janúar næstkomandi. Því miður þurfti að fresta fundinum þar sem tveir af fyrirlesurum fundarins urðu veðurtepptir á Akureyri.
Frá rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar 1. nóvember 2019.

20. janúar 2020 : Opnað fyrir umsóknir um rannsóknarstyrki

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til rannsóknaverkefna fyrir árið 2020.

Frestur til að skila umsóknum rennur út á miðnætti að kvöldi föstudagsins 14. febrúar 2020. 

Vegagerðin veitir árlega styrki til rannsóknaverkefna. Nú er auglýst eftir umsóknum um styrki og/eða fjármögnun einstakra verkefna fyrir árið 2020.


Fréttasafn