Fréttir

Göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár við Dimmu
Hluti framkvæmda við nýjan Arnarnesveg felst í gerð göngustíga og nýrrar brúar yfir Elliðaár við Dimmu. Um er ræða mikla samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Forhönnun brúarinnar gerir ráð fyrir timburbrú í þremur höfum og þess er sérstaklega gætt að hún falli vel að umhverfinu. Nýir göngu- og hjólastígar eru hluti af stofnstígakerfi höfuðborgarsvæðisins og verða aðskildir fyrir gangandi og hjólandi.

Víkurfjara hörfar í vetrarstormum
Mikið landbrot hefur orðið í fjörunni við Vík í Mýrdal frá áramótum og er rofið sums staðar yfir fimmtíu metrar. Vegagerðin stefnir á að hækka flóðvarnargarða sem liggja meðfram þorpinu.
