Fréttir

Umferðin hlutfallsleg breyting

4. ágúst 2022 : Minni umferð í júlí í ár en í fyrra á Hringveginum

Umferðin í júlí um lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum reyndist um prósenti minni en í sama mánuði í fyrra. Samt er þetta annar umferðarmesti júlí frá því mælingar af þessu tagi hófust. Reikna má með að umferðin í ár verði ríflega 1,5 prósenti meiri en árið 2021.
Lagfæringar á bryggjunni á Reykhólum

28. júlí 2022 : Vel gekk að gera við skemmdir á bryggjunni í Reykhólahreppi

Gert hefur verið við skemmdir í höfninni í Reykhólahreppi til bráðabirgða til þess að tryggja óskerta starfsemi Þörungaverksmiðjunnar. Viðgerðinni lauk um klukkan fjögur í nótt og var þá hægt að koma krana, sem verksmiðjan notar við losun, af bryggjunni.

Jökulsá á Sólheimasandi - flóð 27. júlí 2022

28. júlí 2022 : Bráðabirgðabrúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi hélt

Þrátt fyrir mikla vatnavexti síðustu sólarhringa kom ekki til þess að loka þyrfti bráðabirgðabrúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Það bjargaði brúnni að grafa djúpa rás í árfarveginn þannig að meira vatn kæmist undir brúna. Gríðarlega mikið vatn var í ám á öllu Suðurlandi einsog sjá má af myndunum, ekki bara í Jökulsánni heldur t.d. einnig í Bakkakotsá og Svaðbælisá.

Fréttasafn