Fréttir

Merki Vegagerðarinnar.

10. maí 2021 : Truflanir á vefsíðu 10. maí

Vegna uppfærslu á vefumhverfi Vegagerðarinnar gætu orðið truflanir á vefsíðu Vegagerðinarinnar; www.vegagerdin.is í dag, 10. maí 2021.

Kjalvegur(35) og brú yfir Grjótá í Árnessýslu. Mynd/VAI

6. maí 2021 : Framtíð þjóðvega á hálendinu

Vegagerðin stendur fyrir málþingi um þjóðvegi á hálendinu í beinu streymi þriðjudaginn 11. maí 2021 frá klukkan 9.00 til 12.30. Eitt af verkefnum Vegagerðarinnar samkvæmt samgöngáætlun 2020-2034 er að móta stefnu um hönnun vega á hálendi Íslands í samræmi við áherslur í landsskipulagsstefnu. Vegagerðin stígur nú sín fyrstu skref í þessa átt en vill fyrst af öllu heyra skoðun ólíkra hópa á málefninu. Hvernig þeir sjái fyrir sér vegi á hálendinu, hvar þeir eigi að vera, hvernig og hverjum þeir skuli þjóna. Af því tilefni er nú boðað til málþings þar sem ólíkir hagaðilar koma sínum skoðunum á framfæri.

Umferðin uppsafnað

5. maí 2021 : Nærri 40% aukning í umferð á Hringvegi, en minni umferð samt en árið 2019

Umferðin á Hringvegi í nýliðnum apríl mánuði jókst um 37,2 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 13,6 prósent frá því í fyrra en dregist saman um tæp sjö prósent frá því sem hún var árið 2019.

Fréttasafn