Fréttir

Via Nordica 2024.

15. apríl 2024 : Ráðstefnan Via Nordica 2024 haldin í Kaupmannahöfn 11.-12. júní

Samgönguráðstefnan Via Nordica 2024 verður haldin 11. og 12. júní næstkomandi í Kaupmannahöfn. Norræna vegasambandið, Nordisk Vejforum, stendur fyrir ráðstefnunni sem haldin er fjórða hvert ár. Yfirskriftin að þessu sinni er Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna –  Aðkoma samgöngugeirans á Norðurlöndum. Vegagerðin er aðili að Nordisk Vejforum.

Fjöldi samþykktra umsókna 2024 eftir rannsóknaflokkum.

12. apríl 2024 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar 2024

Úthlutun úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2024 er lokið en umsóknarfrestur rann út 2. febrúar síðastliðinn. Alls bárust 113 umsóknir og sótt var um samtals 364,6 milljónir króna. Rannsóknaráð Vegagerðarinnar valdi 67 verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni en sjóðurinn hafði 150 milljónir krónur til ráðstöfunar í ár.

Grindavíkurvegur

11. apríl 2024 : Grindavíkurvegur opinn fyrir íbúa, viðbragðsaðila og starfsfólk

Grindavíkurvegur, frá Reykjanesbraut að Grindavík, er nú opinn fyrir umferð. Opnunin gildir aðeins fyrir Grindvíkinga, viðbragðsaðila og starfsfólk fyrirtækja í Grindavík og við Svartsengi. Búið er að leggja nýja vegkafla yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu tveimur eldgosum.

Fréttasafn