Fréttir

Ný hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog verður auglýst í október.

22. september 2020 : Hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog auglýst í október

Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafa ákveðið að hafna öllum umsóknum um þátttöku í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog. Ný hönnunarsamkeppni verður auglýst í október 2020.  

Kantljós eru tákn nýrra tíma og er að finna í flestum nýjum jarðgöngum.

17. september 2020 : Ökumenn sýni meiri tillitsemi í Hvalfjarðargöngum

Unnið er að uppsetningu kantljósa í Hvalfjarðargöngum frá klukkan tíu á kvöldin til hálf sjö á morgnana. Þó nokkur umferð er um göngin á næturna en allt of oft vill brenna við að ökumenn sýni ekki nægilega aðgát í kringum vinnusvæðin. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitsemi meðan á verkinu stendur.

Starfsmenn Vegagerðarinnar sinntu almennu viðhaldi á vitanum í morgun. Mynd/Guðmundur Jón Björgvinsson

16. september 2020 : Gjögurtáarviti stendur af sér skjálfta

Vitinn á Gjögurtá, austan Eyjafjarðar, virðist hafa staðið af sér miklar jarðskjálftahrinur sem gengið hafa yfir svæðið undanfarnar vikur og mánuði. Starfsmenn Vegagerðarinnar í árlegri viðhaldsferð komu í vitann í morgun. Vitinn hallar líkt og hann hefur gert síðustu ár en hefur lítið hreyfst í skjálftunum.

Fréttasafn