Fréttir

Umferðin samanlögð

6. desember 2023 : Líka met í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nóvember reyndist 3,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta er heldur minni aukning en á Hringvegi en töluvert mikil aukning. Nú stefnir í að umferðin á svæðinu í ár slái öll met og verði 4,5 prósentum meiri á höfuðborgarsvæðinu en í fyrra.
Myrdalur mynd

6. desember 2023 : Færsla Hringvegar (1) um Mýrdal - umhverfismatsskýrsla

Vegagerðin áformar uppbyggingu á Hringvegi (1) um Mýrdal. Umferð um núverandi veg hefur aukist umtalsvert undanfarin ár, jafnframt hefur þéttbýlið í Vík stækkað með tilheyrandi umferð óvarinna vegfarenda yfir og við veginn. Í samræmi við lögbundið hlutverk Vegagerðarinnar er þörf á að stuðla að auknu umferðaröryggi og greiðfærni allrar umferðar og vöruflutninga um Hringveginn.

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar og Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks handsala samninginn.

4. desember 2023 : Skrifað undir verksamning um gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar og Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks skrifuðu undir verksamning fimmtudaginn 30. nóvember vegna verksins; Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Hallsteinsnes – Skálanes, fyllingar. Verkið er fyrsti áfangi í þverun fjarðanna tveggja en brúargerðin verður boðin út síðar.

Fréttasafn