Fréttir
Umferðin á Hringvegi eykst áfram

Sæfari siglir aftur frá og með 7. júní
Grímseyjarferjan Sæfari hefur undanfarnar vikur verið í reglubundinni skoðun og viðhaldi sem nauðsynlegt er til að viðhalda haffæri skipsins. Nú í vor var kominn tími á umfangsmeira viðhald og ítarlegri skoðun en hina hefðbundnu árlegu skoðun. Af ýmsum ástæðum hefur sú vinna tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi en þá var áætlað að hún tæki sex til átta vikur. Margir ófyrirséðir þættir spila þar inni, svo sem óhagstætt veður og mannekla. Allt bendir til að Sæfari sigli eftir áætlun frá og með 7. júní.
Kærum vegna Arnarnesvegar vísað frá
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru um að ógilda framkvæmdaleyfi vegna Arnarnesvegar, 3. áfanga. Nefndin hefur einnig hafnað kæru um að ógilda deiliskiplag Arnarnesvegar, 3. áfanga.