Fréttir

Umferðin hlutfallsleg breyting

7. desember 2022 : Umferðarmet á Hringvegi í nóvember

Umferðin á Hringvegi í nóvember jókst um ríflega 11 prósent frá sama mánuði fyrir ári. Umferðin hefur aldrei verið meiri í nóvember. Líklegt er að gott veðurfar hafi leitt til aukinnar umferðar. Útlit er fyrir að umferðin í ár verði um fjórum prósentum meiri en hún var í fyrra.

Hríseyjarferjan Sævar.

24. nóvember 2022 : Ferðum í Hrísey verður ekki fækkað

Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en hins vegar vill Vegagerðin auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju. 

Skýrsla um ástand stoppistöðva á landsvísu var kynnt á fundi í húsnæði Vegagerðarinnar.

23. nóvember 2022 : Brýnt að bæta aðgengi að nær öllum biðstöðvum strætisvagna á landsvísu

Skýrsla um ástand stoppistöðva á landsvísu, sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök, var kynnt á fundi í húsnæði Vegagerðarinnar á dögunum. Á fundinum kom m.a. fram að Vegagerðin þekkir stöðu mála og tekur undir að úrbóta sé þörf. 

Fréttasafn