Fréttir

Stóra skemmtiferðaskipið til vinstri á myndinni liggur við Sundabakka sem verður lengdur um 300 metra. Mynd: Ágúst Atlason

8. júní 2021 : Sundabakki á Ísafirði lengdur um 300 metra

Borgarverk og Hafnir Ísafjarðarbæjar skrifuðu undir samning um stálþilsrekstur í Ísafjarðarhöfn. Með þessari framkvæmd lengist viðlegukantur á Sundabakka um 300 metra og því möguleiki að taka á móti mun fleiri og jafnframt stærri skipum en áður.

Vegagerðin.

8. júní 2021 : Truflun á netsambandi í dag

Vegna vinnu við netflutninga í dag þriðjudag 8. júní verða truflanir á netsamböndum Vegagerðarinnar frá klukkan 12 og fram eftir degi. Einnig verða truflanir á vef og vefþjónustum vegna þessa.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Umferðin hlutfall

7. júní 2021 : Umferðin eykst á Hringvegi

Umferðin á Hringvegi í nýliðnum maímánuði jókst um 8,4 prósent frá því í maí í fyrra sem er þó ekki jafnmikið og hún hafði dregist saman í þeim hinum sama maí fyrir ári síðan. Útlit er fyrir að í ár geti umferðin aukist um átta prósent en yrði eigi að síður um sex prósentum minni en árið 2019, sem reyndar var metár.

Fréttasafn