Fréttir

Hér má sjá hvaða stofnleiðir í Reykjavík eru rykbundnar.

1. mars 2024 : Stofnæðar rykbundnar

Vegagerðin í samvinnu við Reykjavík lét rykbinda stofnvegi í borginni síðastliðna nótt til að draga úr styrk svifryks í andrúmsloftinu. Einnig lét Vegagerðin rykbinda stofnveg í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Verður það gert eftir því sem þörf er á meðan á svifrykstímabilinu stendur. Einnig verður hafist handa við hreinsun gatna um leið og aðstæður leyfa.

Framkvæmdir við annan áfanga Vestfjarðavegar (60) um Dynjandisheiði.

1. mars 2024 : Staða framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) um Gufudalssveit og Dynjandisheiði

Vegaframkvæmdir á sunnanverðum Vestfjörðum eru komnar á góðan rekspöl. Borgarverk vinnur að fyllingum í Djúpafirði og Gufufirði sem er fyrsta skref í brúargerð yfir firðina. Á Dynjandisheiði er unnið við annan áfanga í uppbyggingu vegarins og vonast til að þriðji og síðasti áfanginn verði boðinn út fyrir lok árs.

1. mars 2024 : Ný reglugerð um umferðarmerki tekur gildi

Ný reglugerð (nr. 250/2024) um umferðarmerki og notkun þeirra tekur gildi í dag, 1. mars 2024. Nýtt flokkunarkerfi er tekið upp sem byggir á númerum í stað bókstafa áður. Nýir flokkar, forgangsmerki og sérreglumerki, eru teknir upp og  ýmsir aðrir flokkar sameinaðir.  

Fréttasafn