Fréttir

Kort sem sýnir hjólastígaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.

26. febrúar 2024 : Stígandi í stígaframkvæmdum

Göngu- og hjólastíganet höfuðborgarsvæðisins stækkar um 3,3 kílómetra á árinu. Innifalið í því er brú við Grænugróf. Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir undirbúning ganga vel og er bjartsýn á að framkvæmdir hefjist með vorinu.

Ný tenging Bláalónsvegar

22. febrúar 2024 : Grindavíkurvegur opinn

Búið er að opna leið um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut að nýrri vegtengingu að Bláa lóninu sunnan varnargarðs. Nýr hluti Bláalónsvegar er allur innan varnargarðsins. Þessi leið er öllum opin en lokað er til Grindavíkur nema þeim sem um mega fara.

Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun í Hvalfjarðargöngum 22. febrúar 2024.

20. febrúar 2024 : Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í Hvalfjarðargöngum

Meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngum verður tekið í notkun þann 22. febrúar 2024. Sjálfvirkt hraðaeftirlit er ein af megin áherslum í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Hraðamyndavélar eru fyrst og fremst settar upp á köflum þar sem slys eru mörg, en einnig er lögð áhersla á að setja slíkan búnað upp í jarðgöngum til að draga úr líkum á að slys verði.

Fréttasafn