Fréttir
Háskólasamfélagið næststærsti hópur umsækjenda í Rannsóknasjóð Vegagerðarinnar
Í ár bárust alls 124 umsóknir um verkefnastyrk til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar upp á samtals 365.379.195 krónur. Rannsóknasjóðurinn hefur 150 milljónir króna til umráða á þessu ári. Tilkynnt verður um úthlutun úr sjóðnum í byrjun mars.

Umferðin.is fær tilnefningu til UT-verðlauna Ský
Upplýsingavefur Vegagerðarinnar, umferdin.is , er tilnefndur til UT-verðlauna Ský í flokknum UT-Stafræna þjónustan 2022. Í þeim flokki eru tilnefndar lausnir sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur falla undir þennan flokk. Verðlaunin verða veitt á UT messunni föstudaginn 3. febrúar næstkomandi.

Óvenjulegar aðstæður en tilefni til að bæta viðbragð
Ljóst er að ekki hefði verið unnt að koma í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar dagana 19. og 20. desember sl., að mati starfshóps sem falið var að vinna viðbragðsáætlun vegna lokunarinnar. Meðal mögulegra lausna til að stytta þann tíma sem lokað var má nefna fleiri tiltækar vinnuvélar til viðbótar við hefðbundin snjómoksturstæki Vegagerðarinnar. Þannig hefði t.d. mögulega mátt losa fasta bíla af meiri snerpu.