Fréttir

Umferðin hlutfallsleg

2. október 2023 : Enn nýtt met í umferð á Hringvegi í september

Umferðin í nýliðnum september á Hringveginum reyndist nærri fjórum prósentum meiri en í september fyrir ári síðan. Umferðin eykst mest á Suðurlandi. Búast má við að umferðin í ár aukist um sjö prósent sem er töluvert mikil aukning á einu ári.
Flugfélagið Ernir

29. september 2023 : Flug til Húsavíkur styrkt

Flug til Húsvíkur verður styrkt næstu tvo mánuði á meðan að framtíðarfyrikomulag þeirra mála verður skoðað. Samkomulag hefur verið gert við flugfélagið Ernir að það fljúgi áfram til Húsavíkur fimm sinnum í viku.
Hér má sjá áhrifasvæði Sundabrautar.

26. september 2023 : Kynningarfundir varðandi Sundabraut

Kynningarfundir á vegum Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar verða haldnir í októberbyrjun um matsáætlun vegna umhverfisáhrifa Sundabrautar og fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar. Haldnir verða þrír kynningarfundir um framkvæmdina, á þessu stigi málsins, auk morgunfundar í streymi. Á fundunum verður fyrirhuguð framkvæmd kynnt ásamt áherslum í komandi umhverfismati og vinnu við breytingar á aðalskipulagi. Til skoðunar eru valkostir á legu Sundabrautar auk tenginga við byggð og atvinnustarfsemi.

Fréttasafn