Fréttir

Dýpkunarskipið Dísa að störfum í Landeyjahöfn

28. janúar 2020 : Samningur um vetrardýpkun í Landeyjahöfn framlengdur

Samningur við Björgun ehf. um vetrardýpkun í Landeyjahöfn hefur verið framlengdur til 15. febrúar nk. Herjólfur siglir nú í Landeyjahöfn, dýpi verður mælt í vikunni. Fljótlega má síðan vænta samnings um frekari vetrardýpkun eftir að þessum samningi við Björgun lýkur. 
Um vetur

27. janúar 2020 : Aukin vetrarþjónusta í nágrenni Þorbjörns

Vegagerðin mun auka eftirlit með ástandi vega í nágrenni fjallsins Þorbjörns vegna óvissustigs almannavarna vegna mögulegrar kvikusöfnunar vestan við fjallið á Reykjanesskaganum. Fylgst verður betur með og séð til þess að vegir verði færir alla daga og án flughálku.
Vaktstöð suður er í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Borgartúni.

21. janúar 2020 : Vaka meðan aðrir sofa

Starfsmenn vaktstöðva Vegagerðarinnar eru á vakt allan sólarhringinn. Þeir fylgjast með færð og veðri, sjá til þess að ræsa út bíla til að moka og hálkuverja og meta hvenær þarf að loka vegum. Einnig fylgjast þeir grannt með aðstæðum í jarðgöngum og bregðast við ef eitthvað bjátar á. Þegar óveður gengur yfir landið eins og í byrjun desember eykst álagið til muna.

Fréttasafn