Fréttir

Covid umferðin það sem af er ári útg.2

30. mars 2020 : Enn meiri samdráttur í umferðinni

Umferðin þar sem af er mars, í lok viku 13, hefur umferðin í mánuðinum á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um 21 prósent. Það jafngildir 0,7 prósenta samdrætti dag hvern. Samdrátturinn heldur því áfram að aukast eftir því sem samkomubann er hert og það lengist í því. Samdrátturinn í samfélaginu í heild endurspeglast í umferðinni.
Umferðin í ársbyrjun - Covid áhrifin

25. mars 2020 : Samdrátturinn í umferðinni eykst hröðum skrefum

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu það sem af er marsmánuði hefur dregist saman um 15,5 prósent sem er gríðarlegur samdráttur. Ekki er útlit fyrir annað en að þessi þróun haldi áfram a.m.k. þar til ekki verður lengur þörf á samkomubanni. Samdrátturinn jafngildir 0,8 prósenti á hverjum degi í mars.  
Rétt sést glitta í vél Elvars Sigurgeirssonar þar sem hann mokar sig með snjóblásara í gegnum fannfergið á Flateyrarvegi (64). Mynd/Haukur Sigurðsson

24. mars 2020 : Tífalt meiri snjóblástur fyrir vestan

Elvar Sigurgeirsson sinnir vetrarþjónustu fyrir Vegagerðina á Flateyrarvegi (64). Haukur Sigurðsson ljósmyndari fyrir vestan hitti á Elvar þar sem hann var við störf 12. mars síðastliðinn. Elvar var þá að mjaka sér í gegnum gríðarlega fimm metra háa snjóskafla. Í fyrra notaði Elvar snjóblásarann í um 49 tíma allan veturinn. Það sem af er vetri hefur hann þurft að nota blásarann í nærri 500 tíma, tíu sinnum fleiri en í fyrra. Byrjun þessa árs hefur verið æði erfið fyrir vetrarþjónustuna.

Fréttasafn