Um Horna­fjarðar­fljót

 • TegundVegir
 • StaðaFramkvæmd hafin
 • Verktími2020–2025
 • Markmið
   Greiðar samgöngurJákvæð byggðaþróunÖruggar samgöngur
 • Heimsmarkmið
   8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging
 • Flokkar
   BrúVegstytting
 • Svæði
  • Austurland

Undirbúningur við verkið hefur staðið yfir í rúm 15 ár.   Verkið var fullhannað hjá Vegagerðinni.  Verkið fellst í gerð 19 km þjóðvegar (C8), hliðarvega alls 9 km og smíði fjögurra tvíbreiðra brúa auk byggingu tveggja áfangastað.

 

 

Um haustið 2017 var boðin út lagning tæplega 5 km langrar vegfyllingar frá vesturenda framkvæmdasvæðis að Djúpá.  Opnað var fyrir tilboð í verkið haustið 2017 og var samið við Jökulfell um framkvæmdina.  Tilboð Jökulfells hljóðaði uppá 114 milljónir króna eða  74% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.  Samið var við verktaka á verktíma um að taka að sér rannsóknarverkefni er fólst í að gera tilraunarfyllingu með jarðdúk neðan við bæinn Hafnarnes við Höfn.

Á vormánuðum árið 2022 var það sem eftir er af framkvæmdinni boðin út og þá sem samvinnuverkefni.  Verktakafyrirtækið ÍSTAK reyndist lægstbjóðandi, en tilboð þeirra hljóðaði uppá 5,7 milljarða króna eða 107% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.  Samið var við ÍSTAK um sumarið og eru áætluð verklok í lok árs 2025.  Um haustið var eftirlit við verkið boðið út og í framhaldi þess samið við verkfræðistofuna Verkís um að sjá um þann þátt fyrir hönd Vegagerðarinnar.

 


Tengd útboð


Myndband af veglínu


Myndir frá framkvæmdum á Hornafirði

Niðurrekstur staura fyrir brúarsmíði

Niðurrekstur staura fyrir brúarsmíði

Fyllt út í Hornafjarðarfljót

Fyllt út í Hornafjarðarfljót

Framkvæmdir við Djúpá

Framkvæmdir við Djúpá