Samkvæmt lögum nr. 120/2012 um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála, birtir Vegagerðin árlega skýrslu um starfsemi sína. Í ársskýrslu Vegagerðarinnar er dregin upp heildarmynd af starfsemi stofnunarinnar á árinu. Þar er fjallað um verkefni, fjármál, helstu tölulegu gögn, fréttir og framkvæmdir. Stærsti hluti skýrslunnar fjallar um framkvæmdir við nýbyggingu þjóðvega, þar sem framvinda hvers verks er rakin frá upphafi til enda. Skýrslan veitir þannig innsýn í fjölbreytt og umfangsmikið starf Vegagerðarinnar.
Ársskýrslur Vegagerðarinnar
