Umbætur í átt að sjálf­bærni

Í vinnu við sjálfbærnistefnu eru sett markmið um ábyrga stjórnun og eftirfylgni sjálfbærnimála.

Lagt er til að skilgreina ábyrgðarhlutverk til að tryggja eftirfylgni aðgerða og stöðugar umbætur sjálfbærnimála líkt og annarra viðfangsefna gæðastýringar.

Vegagerðin starfrækir virkt umhverfisstjórnunarkerfi, sem tekur mið af umhverfisstaðlinum ISO 14001. Lögð er rík áhersla á góð samskipti við almenning í stefnu um samfélagsmiðla. Stefnan gerir ráð fyrir að bæta stöðugt upplýsingaflæði og þjónustu Vegagerðarinnar gagnvart almenningi. 

Í vinnu að Sjálfbærnistefnu Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að upplýsingum um stöðu sjálfbærnimála verði einnig miðlað til starfsfólks og almennings með reglubundnum hætti með gagnsæi, samráð og aðgengi að þjónustu að leiðarljósi.

Lögbundið hlutverk Vegagerðarinnar er: „að byggja upp, viðhalda og reka samgöngukerfi ríkisins samkvæmt lögum þessum og öðrum lögum sem stofnunin starfar eftir“.