Almennings­samgöngur

Vegagerðin heldur utan um rekstur almenningssamgangna á landsbyggðinni, meðal annars með flugi, ferjum og almenningsvögnum sem tengja saman svæði og samfélög víðs vegar um landið.

Vegagerðin vinnur markvisst að heildarendurskoðun á almenningssamgöngum og ítarlegri greiningu á því hvernig fólk nýtir sér mismunandi ferðamáta til daglegra ferða og annarra erinda.

Markmið Vegagerðarinnar er að samgöngukerfi landsins myndi samfellda og skilvirka heild, óháð ferðamáta, sem þjóni íbúum, atvinnulífi og samfélaginu í heild sinni á sem hagkvæmastan og aðgengilegastan hátt.

Almennings­samgöngur