Stefna og áherslur

Við vinnum markvisst að innleiðingu sjálfbærni í starfseminni og viljum stuðla að uppbyggilegum áhrifum í anda hennar.

Í stefnu Vegagerðarinnar 2024-2028 er lögð áhersla á sjálfbærni í starfseminni undir yfirskriftinni „Sjálfbærni með í för“. Falla þar undir þær sjálfbærniáherslur sem Vegagerðin hefur viðhaft í starfsemi sinni á öllum sviðum stofnunarinnar, allt frá hönnun mannvirkja, framkvæmda og reksturs.

Unnið er að gerð og svo innleiðingu sértækrar sjálfbærnistefnu og lýkur þeirri vinnu 2024. Ný sjálfbærnistefna tekur saman og styður við aðrar stefnur og áætlanir stofnunarinnar, svo sem umhverfisstefnu, umferðaröryggisstefnuöryggisstefnu, mannauðsstefnu og jafnréttisáætlun Vegagerðarinnar.

Í sjálfbærnivinnu Vegagerðarinnar er sérstaklega horft til þriggja heimsmarkmiða SÞ:

  • 8 Góð atvinna og hagvöxtur
  • 11 Sjálfbærar borgir og samfélög
  • 13 Aðgerðir í loftslagsmálum