Við vinnum markvisst að innleiðingu sjálfbærni í starfseminni og viljum stuðla að uppbyggilegum áhrifum í anda hennar.
Í stefnu Vegagerðarinnar 2024-2028 er lögð áhersla á sjálfbærni í starfseminni undir yfirskriftinni „Sjálfbærni með í för“. Falla þar undir þær sjálfbærniáherslur sem Vegagerðin hefur viðhaft í starfsemi sinni á öllum sviðum stofnunarinnar, allt frá hönnun mannvirkja, framkvæmda og reksturs.
Ný sjálfbærnistefna tekur saman og styður við markmið og stefnur stofnunarinnar, svo sem umhverfisstefnu, umferðaröryggisstefnu, öryggisstefnu, mannauðsstefnu og jafnréttisáætlun Vegagerðarinnar.
Í sjálfbærnivinnu Vegagerðarinnar er sérstaklega horft til þriggja heimsmarkmiða SÞ: