Öryggis­menning

Vegagerðin vinnur markvisst að innleiðingu á öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum OHSAS staðlinum, sem leggur áherslu á forvarnir og stöðugar umbætur á vinnuvernd.

Markmiðið með þessari innleiðingu öryggisstjórnunar er meðal annars það að tryggja að allir starfsmenn Vegagerðarinnar komi heilir heim eftir vinnudaginn, óháð verkefnum, aðstæðum eða staðsetningu.

Vegagerðin setur öryggi starfsfólks og verktaka ávallt í fyrirrúm og vinnur samkvæmt þeirri meginreglu að ekkert verk er svo mikilvægt eða aðkallandi að réttlætanlegt sé að tefla öryggi fólks í hættu við framkvæmd þess.

Öryggis­menning