Til samgöngukerfisins teljast samgöngur á sjó og landi, vegakerfið, siglinga- og hafnamál og almenningssamgöngur. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, með þarfir samfélagsins að leiðarljósi, og leggur áherslu á nýsköpun og skilvirkar lausnir.
Vegagerðin skal í starfsemi sinni stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum og að samgöngur þróist í samræmi við samfélagsleg og umhverfisleg markmið, með hagsmuni allra vegfarenda í fyrirrúmi.
Samgöngukerfið