Samgöngu­kerf­ið

Til samgöngukerfisins teljast samgöngur á sjó og landi, vegakerfið, siglinga- og hafnamál og almenningssamgöngur. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, með þarfir samfélagsins að leiðarljósi.

Vegagerðin skal í starfsemi sinni stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum og að samgöngur þróist í samræmi við samfélagsleg og umhverfisleg markmið.