Gjald­skrá

Gjaldskrá þessi kveður á um gjöld fyrir þjónustu, vinnu, leigu og vöru- og efnissölu Vegagerðarinnar. Markmið hennar er að tryggja að innheimt gjöld endurspegli kostnað stofnunarinnar og séu í samræmi við gildandi lög og reglur.

Gjaldskrá

    Gjaldskrá Vegagerðarinnar, framkvæmdastofnunar samgöngumála

    1. gr.

    Gildissvið

    Gjaldskrá þessi gildir um þjónustu, vöru- og efnissölu Vegagerðarinnar, framkvæmdastofnunar samgöngumála.

    Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari skulu standa undir kostnaði stofnunarinnar við þá þjónustu sem tilgreind er í einstökum greinum.

    2. gr.

    Tímagjald vegna verkefna fjármögnuð með framlögum úr ríkissjóði til Vegagerðarinnar

    1. mgr.

    Vegagerðinni er heimilt að innheimta tímagjald fyrir útselda sérhæfða þjónustu starfsmanna vegna verkefna sem unnin eru á vegum stofnunarinnar og falla undir ábyrgð hennar samkvæmt 12. gr. laga nr. 120/2012 um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála.

    2. mgr.

    Tímagjald samkvæmt þessari grein tekur eingöngu til verkefna sem fjármögnuð eru með framlögum úr ríkissjóði til Vegagagerðarinnar og ekki rekin á viðskiptalegum grundvelli.

    3. mgr.

    Við ákvörðun tímagjalds skal tekið mið af sérhæfingu og ábyrgð starfsmanns:

    Starfsflokkur
    Tímagjald
    Framkvæmdastjórn
    30.000 kr./klst.
    Sérfræðingur A (Stjórnandi og verkefnastjóri)
    26.000 kr./klst.
    Sérfræðingur B (Leiðandi sérfræðingur)
    24.000 kr./klst
    Sérfræðingur C (Sérfræðingur)
    22.000 kr./klst.
    Sérfræðingur D (Reynsla undir tvö ár)
    20.000 kr./klst.
    Starfsmaður A (krafa um sérhæfni og sérstaka kunnáttu)
    15.000 kr./klst.
    Starfsmaður B
    13.000 kr./klst.

    4. mgr.

    Tímagjald samkvæmt þessari grein tekur einnig til þeirrar þjónustu sem felst í úrvinnslu gagna, upplýsingagjöf eða annarri vinnu sem nauðsynleg er vegna ofangreindra verkefna sem unnin eru með fjárveitingum úr ríkissjóði til Vegagerðarinnar.

    3. gr.

    Sérfræðistörf og þjónusta á viðskiptalegum grundvelli

    1. mgr.

    Vegagerðinni er heimilt að innheimta tímagjald fyrir útseld sérfræðistörf og þjónustu sem unnin er á viðskiptalegum grundvelli í samræmi við 13. gr. laga nr. 120/2012 um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála.

    2. mgr.

    Undir þessa grein falla öll verkefni sem unnin eru gegn greiðslu utan fjárheimilda Vegagerðarinnar, þar á meðal verkefni fyrir opinbera aðila, þ.m.t. ríkisstofnanir, sveitarfélög og aðra aðila sem sinna opinberu hlutverki, þar á meðal lögaðila í eigu eða með þátttöku ríkis eða sveitarfélaga, svo og fyrir einkaaðila eða lögaðila sem starfa á samkeppnismarkaði.

    3. mgr.

    Við ákvörðun tímagjalds skal tekið mið af markaðsverði sambærilegrar þjónustu, auk sérhæfingar og ábyrgðar starfsmanns.

    Starfsflokkur 
    Tímagjald
    Framkvæmdastjórn
    35.000 kr./klst
    Sérfræðingur A (Stjórnandi og verkefnastjóri)
    30.000 kr./klst.
    Sérfræðingur B (Leiðandi sérfræðingur)
    28.000 kr./klst.
    Sérfræðingur C (Sérfræðingur)
    25.000 kr./klst.
    Sérfræðingur D (Reynsla undir tvö ár)
    23.500 kr./klst.
    Starfsmaður A (krafa um sérhæfni og sérstaka kunnáttu)
    17.000 kr./klst.
    Starfsmaður B
    15.000 kr./klst.

    4. mgr.

    Tímagjald samkvæmt þessari grein tekur einnig til verkefna sem unnin eru á grundvelli samninga við aðra opinbera aðila eða lögaðila, enda séu þau unnin á viðskiptalegum grundvelli.

    4. gr.

    Gjald fyrir þjónustu ökutækja

    Samhliða útseldri tímavinnu samkvæmt 2. og 3. gr. skal greiða kílómetragjald fyrir afnot af ökutækjum sem starfsmenn þarfnast starfa sinna vegna.

    Bifreið A (Fólksbílar) 139 kr./km.

    Bifreið B (Smájeppar) 157 kr./km.

    Bifreið C (Pallbílar) 173 kr./km.

    Bifreið D (Stórir pallbílar og sendibílar) 191 kr./km.

    Bifreið E (Eftirlitsbílar og stórir jeppar) 208 kr./km

    Bifreið G (Stórir pallbílar, pallbílar 4×4 m krana) 243 kr./km.

    Borbíll 344 kr./km.

    5. gr.

    Gjald fyrir leigu sérhæfðra þjónustubifreiða

    Samhliða útseldri tímavinnu samkvæmt 2. og 3. gr. skal greiða gjald fyrir afnot af sérhæfðum þjónustubifreiðum og festivögnum. Þær eru einungis leigðar út með starfsmanni til sérhæfðra verkefna sem ekki lúta ábyrgð Vegagerðarinnar þegar sambærileg þjónusta er ekki tiltæk.

    Tímagjald Kílómetragjald

    Þjónustubifreið A (5-8 tonn) 4.814 kr./klst. 243 kr./km.

    Þjónustubifreið B (8-12 tonn) 5.533 kr./klst. 279 kr./km.

    Þjónustubifreið C (12-18 tonn) 6.363 kr./klst. 321 kr./km.

    Þjónustubifreið D (18-26 tonn) 7.193 kr./klst. 363 kr./km.

    Þjónustubifreið E (26+ tonn) 8.023 kr./klst. 405 kr./km.

    Festivagn 580 kr./km.

    6. gr.

    Gjald fyrir leigu vinnuvéla- og tækja

    Samhliða útseldri tímavinnu samkvæmt 2. og 3. gr. skal greiða tímagjald eða, eftir atvikum, daggjald fyrir þjónustu sérhæfðra vinnuvéla og tækja. Þau eru einungis leigð út með viðeigandi starfsfólki til sérhæfðra verkefna sem ekki lúta ábyrgð Vegagerðarinnar þegar sambærileg þjónusta er ekki tiltæk.

    Dráttarvél með skóflubúnaði A (140-159 hö) 11.257 kr./klst.

    Dráttarvél með skóflubúnaði B (160-179 hö) 12.648 kr./klst.

    Dráttarvél með skóflubúnaði C (180-199 hö) 14.212 kr./klst.

    Dráttarvél með skóflubúnaði D (200-219 hö) 15.968 kr./klst.

    Dráttarvél með skóflubúnaði E (220-239 hö) 17.972 kr./klst.

    Hjólaskófla A (1,2 – 1,6 m3) 11.257 kr./klst.

    Hjólaskófla B (1,6 – 2,0 m3) 12.648 kr./klst.

    Hjólaskófla C (2,0 – 2,9 m3) 14.212 kr./klst.

    Dráttarvél með skóflu og gröfubúnaði 11.257 kr./klst.

    Veghefill A (15,5 -17 tonn) 17.823 kr./klst.

    Veghefill B (17 – 18,5 tonn) 20.027 kr./klst.

    Veghefill C (18,5 – 20 tonn) 22.502 kr./klst.

    Veghefill D (19 – 20,5 tonn framdr.) 25.283 kr./klst.

    Mulningsvél 26.978 kr./klst.

    Brotvél 68.533 kr./klst.

    Dreifari 15.968 kr./klst.

    Málningarvél 103.049 kr./klst.

    Rafstöð A (30 – 60 kW) 1.849 kr./klst.

    Rafstöð B (60+ kW) 2.078 kr./klst.

    Jarðvegsbor A (Borros) 17.942 kr./klst.

    Jarðvegsbor B (GM75) 40.565 kr./klst.

    Jarðvegsbor C (GM100) 48.313 kr./klst.

    Veggreinir 30.000.kr./daggjald

    Mælitæki (Viðnámsmælir) 17.942 kr./klst.

    Jarðsjár 5.900 kr./klst.

    Falllóð A 53.077 kr./daggjald

    Flygildi (dróni) A(stærri) 15.000 kr./daggjald

    Flygildi (dróni) B(minni) 7.500 kr./daggjald

    „Buggýbíll“ 29.000 kr./daggjald

    Mælingarbátur 122.733 kr./daggjald

    Dýptarmælingartæki 121.100 kr./daggjald

    Landmælingartæki 19.500 kr./daggjald

    Slöngubátur 29.000 kr./daggjald

    Vélkrani A (Faun) 30.312 kr./klst.

    Vélkrani B (Woltman) 81.625 kr./klst.

    Lyftari A (Liðléttingur) 10.019 kr./klst.

    Lyftari B (Skotbómulyftar minni) 12.648 kr./klst.

    Lyftari C (Skotbómulyftarar stærri) 14.212 kr./klst.

    Lyftari D (Skotbómulyftari með snúning) 17.942 kr./klst.

    Vinnulyfta 25.451 kr./daggjald

    Snjófeykir A (900 t/klst) 13.407 kr./klst.

    Snjófeykir B (2.100 t/klst) 22.652 kr./klst.

    Snjófeykir C (2.700 t/klst) 26.978 kr./klst.

    Snjófeykir D (3.300 t/klst) 34.059 kr./klst.

    Snjófeykir E (5.100 t/klst) 45.579 kr./klst.

    7. gr.

    Álag og umsýslugjald

    Fyrir kostnað utan gjaldskrár innheimtir Vegagerðin álags- og umsýslugjald sem nemur eftirfarandi.

    Álags- og umsýslugjald 4,2%

    Svæðisálagsgjald 1,0%

    Samtals: 5,2%

    Forstjóra Vegagerðarinnar er heimilt, að höfðu samráði við innviðaráðuneytið, að endurskoða álag til lækkunar út frá umfangi og tegund verkefna eða ákveða fast mánaðarlegt umsýslugjald fyrir afmörkuð verkefni.

    8. gr.

    Vöru- og efnissala

    Fyrir sölu á sérhæfðum vörum og efni skal greiða innkaupsverð að viðbættu álagi vegna umsýslu, starfsmannahalds, geymslu og flutningskostnaðar. Álagning getur að hámarki numið 20% ofan á innkaupsverð.

    9. gr.

    Ljósrit og afrit af skjölum

    Gögn eru afhent á því formi sem þau eru varðveitt á. Sé óskað eftir ljósritum eða afritum samkvæmt beiðni á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993, gilda gjaldskrár sem forsætisráðherra setur.

    10. gr.

    Endurskoðun gjaldskrár

    Gjaldskrá þessi skal endurskoðuð árlega í samráði við innviðaráðuneytið.

    11. gr.

    Lagastoð og gildistaka.

    Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt 13. gr. og 12. gr. laga um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála, nr. 120/2012.

    Öll verð í gjaldskránni eru án virðisaukaskatts.