Markmið og stefnur

Stefna Vegagerðarinnar endurspeglar metnað stofnunarinnar til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem birtast í starfsumhverfi hennar.

Stefna

Stefna Vegagerðarinnar endurspeglar metnað stofnunarinnar til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem birtast í starfsumhverfi hennar.

Stefnan byggist á sex megin áherslum sem mótaðar hafa verið í breiðri samvinnu starfsfólks og stjórnenda. Áherslurnar taka á bæði innri og ytri þáttum og hafa það að markmiði að efla starfsemina en byggja þó áfram á þeim sterka grunni sem fyrir er í Vegagerðinni.

Innihald stefnunnar er hugsað til að styðja við alla daglega starfsemi en auk þess hafa verið sett fram lykil markmið fyrir hverja áherslu fyrir sig sem unnið verður að með fjölbreyttum aðgerðum á komandi árum.

Leiðarljós í allri starfsemi Vegagerðarinnar á komandi árum er: „Öruggar samgöngur eru lífæð atvinnulífs, samfélags og gesta“.


Meginmarkmið

Öryggi að leiðarljósi

Við höfum öryggi og öryggismenningu að leiðarljósi í allri okkar starfsemi, jafnt fyrir notendur samgöngukerfisins, starfsfólk Vegagerðarinnar og samstarfsaðila hennar.

Framúrskarandi þjónusta

Við veitum framúrskarandi þjónustu í takt við þarfir hvers tíma og gerum notendum samgöngukerfisins kleift að taka upplýstar ákvarðanir um ferðatilhögun sína.

Öflug liðsheild og skilvirk starfsemi

Við byggjum allt okkar starf á skilvirkni, fagmennsku og samvinnu öflugs starfsfólks um land allt.

Grundvöllur góðra ákvarðana

Við öflum, greinum og miðlum gögnum sem styðja við faglega ákvarðanatöku um samgöngumál.

Sjálfbærni með í för

Við vinnum markvisst að innleiðingu sjálfbærni í starfseminni og viljum stuðla að uppbyggilegum áhrifum í anda hennar.

Samþætting samgöngumáta

Við stuðlum að skipulagi og uppbyggingu vistvænna og samþættra samgöngumáta á landsvísu.


Gildi Vegagerðarinnar

  • Fagmennska

Við búum yfir sérþekkingu og vinnum af fagmennsku

  • Öryggi

Við höfum öryggi ávallt í fyrirrúmi

  • Framsýni

Við byggjum á reynslu og horfum til framtíðar

  • Þjónusta

Við mætum þörfum samfélagsins með góðri þjónustu


Endurskoðun heildarstefnu Vegagerðarinnar fyrir árin 2024-2028 byggðist á að draga fram þann árangur sem hefur náðst í kjölfar fyrri stefnumótunar sem gilti frá árinu 2019. Jafnframt að móta samræmda sýn starfsfólks og stjórnenda til framtíðar og marka stefnumótandi áherslur fyrir starfsemi Vegagerðarinnar til ársins 2028. Breið og virk þátttaka starfsfólks og hagaðila stofnunarinnar var höfð að leiðarljósi í stefnumótunarferlinu sem fól í sér eftirfarandi lykilþætti:

  • Fundir með starfsfólki
  • Viðtöl við lykilstjórnendur og ytri hagaðila
  • Skoðanakönnun meðal starfsfólks
  • Úrvinnsla með stjórnendum
  • Samantekt og framsetning

 

 


Allar stefnur