Innkaupastefna Vegagerðarinnar
Tilgangur:
Hlutverk Vegagerðarinnar er að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum og sjá til þess að samgöngur þróist í samræmi við samfélagsleg og umhverfisleg markmið.
Í samræmi við löggjöf sem gildir um Vegagerðina, starfsemi hennar og innkaup gætir Vegagerðin að því með ábyrgum hætti að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðlar að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og leitast við að efla nýsköpun og þróun við innkaup af hvers kyns toga.
Með setningu innkaupastefnu staðfestir Vegagerðin að unnið skuli að sjálfbærum, hagkvæmum, nýskapandi og gagnsæjum innkaupum í rekstri og starfsemi hennar en um er að ræða sömu meginmarkmið og gildandi innkaupastefna ríkisins frá janúar 2021 byggir á. Markmið þessi eru leiðarljós í öllum innkaupum Vegagerðarinnar og eru þau jafnframt innan ramma heildarstefnu stofnunarinnar og í samræmi við áherslur í starfsemi hennar.
Stefnan: