Gæða­stefna Vega­gerðar­innar

Gæðastefnan byggir á heildarstefnu og gildum Vegagerðarinnar. Með gæðastefnu leitast Vegagerðin við að uppfylla kröfur, óskir og væntingar vegfarenda og annarra hagsmunaaðila í samræmi við hlutverk sitt.

Gæðakerfi Vegagerðarinnar nær yfir alla starfsemi stofnunarinnar.

Tilgangur gæðakerfis Vegagerðarinnar er að tryggja:

  • Að unnið sé eftir þeim lögum og reglum er stofnunina varða
  • Að unnið sé eftir samræmdu verklagi sem Vegagerðin setur sér
  • Að frávik séu uppgötvuð og úrbætur framkvæmdar
  • Að stuðla að stöðugum umbótum í öllum rekstri Vegagerðarinnar
  • Að stuðla að því að rekstur Vegagerðarinnar sé traustur, markviss, gagnsær og rekjanlegur