Sjálfbærnistefna Vegagerðarinnar
Sjálfbærnistefnan byggir á þremur meginstoðum sjálfbærrar þróunar; umhverfislegri sjálfbærni, samfélagslegri ábyrgð og hagsæld og sjálfbærum stjórnunarháttum sem allar styðja hver aðra. Framfylgd stefnunnar er í samræmi við aðgerðaráætlun sem felur í sér tímasettar aðgerðir, skýra ábyrgð og reglulega eftirfylgni með stefnuáherslum.
Mælikvarðar sjálfbærnivísa aðgerðaráætlunar eru reglulega uppfærðir og ber deild umhverfis og sjálfbærni ábyrgð á eftirfylgni þeirra.
Vegagerðin leggur áherslu á að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfsemi sinnar og minnka kolefnisspor með hringrásarhugsun og styðja loftslagsvænar lausnir í framkvæmdum og þjónustu.
Vegagerðin vinnur að því að tryggja öruggar og fjölbreyttar samgöngur fyrir alla notendur, sem stuðlar að betra aðgengi að þjónustu, búsetu og störfum og styrkir tengsl milli svæða.
Vegagerðin stefnir að því að skapa jöfn tækifæri og örugga samgöngumáta fyrir alla vegfarendur.
Samþykkt 5. maí 2025