Gildi Vegagerðarinnar eru: Öryggi, framsýni, þjónusta, fagmennska
Ekkert verk er svo mikilvægt að hætta megi öryggi fólks við framkvæmd þess.
Við stefnum að því að starfsemi Vegagerðarinnar sé slysalaus og saman leggjum við okkur fram um að koma í veg fyrir slys, dauðsföll og veikindi. Við höfum öryggi starfsfólks og verktaka í fyrirrúmi og er ekkert verk svo mikilvægt að hætta megi öryggi fólks við framkvæmd þess.
Útgáfudagur á vef 7.10.2021