Upplýs­inga­örygg­isstefna

Upplýsingaöryggisstefna – STE-0027

Vegagerðin leggur áherslu á mikilvægi þess að vernda upplýsingar stofnunarinnar fyrir innri og ytri ógnum og tryggja öryggi þeirra á viðeigandi hátt, í allri meðferð, vinnslu og vistun. Með þessari stefnu geta starfsmenn, viðskiptavinir og aðrir treyst ásetningi Vegagerðarinnar um að standa vörð um öryggi persónuupplýsinga, m.t.t. leyndar, réttleika og tiltækileika.

Stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Vegagerðinni nær  jafnt til innra sem ytra öryggis upplýsingakerfa stofnunarinnar, starfsmanna hennar og verktaka sem veita Vegagerðinni þjónustu. Stjórnkerfið byggir á ÍST EN ISO/IEC 27001:2023, lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem og  gildum Vegagerðarinnar: Öryggi – Fagmennska – Framsýni – Þjónusta.

Stefnunni er nánar lýst í handbókinni Reglur um tölvunotkun og tengdum verklagsreglum.

Eftirfarandi markmið skal hafa að leiðarljósi í öllum rekstri upplýsingatæknikerfa Vegagerðarinnar:

  • Hámarka öryggi upplýsinga og upplýsingakerfa stofnunarinnar með tilliti til leyndar, réttleika og tiltækileika.
  • Fylgja viðmiðum ISO/IEC 27001:2023 til grundvallar skipulags- og viðhaldsaðgerða sem standa vörð um leynd, réttleika og tiltækileika upplýsinga.
  • Tryggja viðvarandi og samfelldan rekstur upplýsingakerfa Vegagerðarinnar og skjalfesta skilning á mikilvægi öryggismála þeirra.
  • Skjölun kerfa og vinnu sé viðunandi.
  • Fylgja þeim lögum og reglum sem gilda um stofnunina.
  • Raunlægt öryggi sé viðunandi, s.s. aðgengi að húsnæði Vegagerðarinnar.
  • Að frávik, brot eða grunur um veikleika í upplýsingaöryggi séu tilkynnt og rannsökuð.
  • Unnið sé að stöðugum umbótum þegar kemur að upplýsingaöryggi

 

Upplýsingaöryggisstefna þessi er endurskoðuð á tveggja ára fresti eða oftar ef þörf krefur.