Upplýsingaöryggisstefna
Vegagerðin leggur áherslu á mikilvægi þess að vernda upplýsingar stofnunarinnar fyrir innri og ytri ógnum og tryggja öryggi þeirra á viðeigandi hátt, í allri meðferð, vinnslu og vistun samkvæmt gildandi reglum og lögum.
Hlutverk Vegagerðarinnar er að standa vörð um öryggi persónuupplýsinga, m.t.t. leyndar, réttleika og tiltækileika gagnvart starfsmönnum, viðskiptavinum og öðrum tengdum hagsmunaaðilum.
Stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis hjá Vegagerðinni nær jafnt til innra sem ytra öryggis upplýsingakerfa stofnunarinnar, starfsmanna hennar og verktaka sem veita Vegagerðinni þjónustu.
Stjórnunarkerfið byggir á ISO/IEC 27001:2023 staðlinum, lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem og gildum Vegagerðarinnar:
Öryggi – Fagmennska – Framsýni – Þjónusta.
Nánari útfærsla stefnunnar er í handbókinni Reglur um tölvunotkun, tengdum stefnum og verklagsreglum.
Neðangreindar stefnuáherslur eru leiðarljós í allri meðferð gagna og rekstri upplýsingatæknikerfa Vegagerðarinnar og eru jafnframt innan ramma heildarstefnu stofnunarinnar.
Við árlega rýni stjórnenda skal meta stöðu upplýsingaöryggis stofnunarinnar gagnvart þessari stefnu og mælanlegum markmiðum hennar. Upplýsingaöryggisstefna þessi skal endurskoðuð á tveggja ára fresti eða eftir þörfum.