6. október 2025
Umferð á Hring­vegi dróst saman í sept­ember

Umferð á Hringvegi dróst saman í september

Í þriðja sinn á þessu ári dróst umferðin á Hringvegi saman á milli mánaða. Umferðin í nýliðnum september mánuði dróst þannig saman um 0,7 prósent. Frá áramótum hefur umferðin aukist um tæpt prósent. Reikna má með að í árslok hafi umferðin aukist um eitt prósent sem er lítil aukning því síðastliðin 20 ár hefur meðaltalsaukning í umferðinni numið 3,2 prósentum.

Milli mánaða 2024 og 2025
Heildarumferð um lykilmælisniðin 16 á Hringvegi reyndist 0,7% minni en í sama mánuði á síðasta ári.  Þetta er þá í þriða sinn sem umferð dregst saman milli einstakra mánaða, á þessu ári, borið saman við síðasta ár.

Samdráttur varð á þremur svæðum, af fimm. Mest dróst umferð saman á Suðurlandi (-2,6%) og næst mesti samdrátturinn var á og í grennd við höfuðborgarsvæðið (-1,6%) og einnig mældist samdráttur um Austurland (-0,9%).  Svo helsta ástæða samdráttar, á landsvísu er vegna samdráttar á Suður- og Suðvesturlandi. Talsverð aukning varð hins vegar um Norðurland (3,7%) og minniháttar aukning um Vesturland (1,1%).

Af einstaka mælisniðum þá dróst umferð mest saman um mælisnið á Geithálsi (-9,4%) en mest jókst umferð um Kræklingahlíð (7,7%) , norðan Akureyrar.

 

Samanburðartafla september

Frá áramótum
Núna hefur umferð aukist um 0,9%, frá áramótum, um mælisniðin 16, sem teljast verður frekar lítið miðað við árin á undan.  Mest hefur umferð aukist um Norðurland (7,6%), en dregist saman á og í grennd við höfuðborgarsvæðið (-1,6%).

Umferð eftir vikudögum
Frá áramótum hefur mest verið ekið á föstudögum en minnst á laugardögum.

Umferð hefur aukist í öllum vikudögum og þá mest á mánudögum (2,2%), en minnst á fimmtu- og sunnudögum (0,1%).

Horfur út árið 2025
Núna þegar sumarmánuðir eru að baki, horfir til minniháttar aukningar í umferð eða í kringum 1%, sem yrði þá langt undir árlegri meðaltalsaukningu síðustu 20 ára,  sem er 3,2%.

 

Ath. Meðfylgjandi. gögn eru grófrýnd, þau gætu tekið breytingum við endanlega yfirferð.

Sjá frekari upplýsingar!

 

Hringvegur-vikudagar-september

Hringvegur-vikudagar-september

Hringvegur-hlutfall-september

Hringvegur-hlutfall-september

Hringvegur-vísitala-september

Hringvegur-vísitala-september

Hringvegur-samanlagt-september

Hringvegur-samanlagt-september

Hringvegur-vikudagar-september

Hringvegur-vikudagar-september