2. september 2025
Umferð­in á Hring­vegi stendur í stað

Umferðin á Hringvegi stendur í stað

Umferðin á Hringveginum í nýliðnum ágúst mánuði stóð nánast í stað en hún var örlítið minni en í ágúst fyrir ári síðan. Umferðin frá áramótum hefur aukist um eitt prósent sem er mjög lítið í sögulegu samhengi. Nú er útlit fyrir að umferðin í ár aukist mjög lítið eða jafnvel að það verði samdráttur. Áætlunin gerir ráð fyrir 0,5 prósenta aukningu.

Milli mánaða 2024 og 2025
Annan mánuðinn í röð mælist ekki aukning í umferð um Hringveginn, sem er afar fátítt sérstaklega yfir sumarmánuði, en umferðin í nýliðnum ágúst reyndist örlítið minni en í sama mánuði á síðasta ári eða 0,01% minni.   Helsta ástæða þessa litla samdráttar er samdráttur um mælisnið á og við höfuðborgarsvæðið.  En umferð jókst um önnur landssvæði og þá hlutfallslega mest um Norðurland eða um 12%. Umferð um Suðurland jókst aðeins um 1,2%, en um þau talningasnið er áætlað að flestir erlendir ferðamenn fari.

 

Samanburðartafla ágúst

Samanburðartafla ágúst

Frá áramótum
Nú hefur umferð aðeins aukist um 1%, frá áramótum, sem er mjög lítið fyrir umrædd mælisnið, og leita þarf aftur til Covid-ársins 2020 til að finna minni aukningu miðað við árstíma

Umferð eftir vikudögum
Frá áramótum er mest ekið á föstudögum en minnst á laugardögum.  Hlutfallslega hefur umferð aukist mest á mánudögum, eða um 2,3%, en 0,1% samdráttur mælist í umferð á fimmtudögum.

Horfur út árið 2025
Nú þegar þrír umferðarmestu mánuðir ársins eru liðnir er ljóst að ekki má búast við mikilli aukningu á umferð núna í ár, jafnvel gæti orðið samdráttur.  En áætlanir gera núna ráð fyrir um 0,5% aukningu.

Ath. Öll talningagögn eru grófrýnd og gætu tekið breytingum við endanlega yfirferð.

Hlekkur inn á talnaefni

Hringvegur-mánuðir-ágúst

Hringvegur-mánuðir-ágúst

Hringvegur-hlutfall-ágúst

Hringvegur-hlutfall-ágúst

Hringvegur-vísitala-ágúst

Hringvegur-vísitala-ágúst

Hringvegur-samanlagt-ágúst

Hringvegur-samanlagt-ágúst

Hringvegur-vikudagar-ágúst

Hringvegur-vikudagar-ágúst