3. júlí 2024
Örlít­ill samdráttur í umferð á höfuð­borgar­svæð­inu í júní

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu um þrjú mælisnið Vegagerðarinnra dróst örlítið saman í júní frá því í sama mánuði fyrir ári. Eigi að síður er þetta næst umferðarmesti júnímánuður  á svæðinu. Vegagerðin spáir því nú að umferðin muni aukast um 3,5 prósent  í ár á höfuðborgarsvæðinu.

Milli mánaða 2023 og 2024
Eins og á Hringvegi, varð örlítill samdráttur í umferð á höfuðborgarsvæðinu í júní sl.  Aðeins eitt snið af þremur sýndi aukningu en það var sniðið á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk og þar varð 1,1%  aukning, en 1,8% og 1,5% samdráttur um hin tvö sniðin, sjá nánar talnaefni https://www.vegagerdin.is/samgongukerfid/vegakerfid/umferdartolur

Heildarumferð um mælisniðin þrjú varð sú næst mesta, frá upphafi mælinga, þrátt fyrir þennan samdrátt.

Umferð eftir vikudögum
Umferðin, í nýliðnum mánuði, var álíka mikil frá miðvikudegi til föstudags. Minnst var ekið á sunnudögum.

Það er eftirtektarvert að umferð dróst einungis saman á mánudögum í nýliðnum mánuði eða um 7,6% þ.a.l. er sá samdráttur orsökin af heildarsamdrætti sniðanna þriggja.

Hlutfallslega jókst umferð mest á laugardögum, eða um 7,4%, en umferð á laugardögum og sunnudögum er gjarnan minnst. Umferð á föstudögum stóð í stað miðað við sama mánuð á síðasta ári.

Umferð frá áramótum
Nú hefur umferð aukist um 3,8% það sem af er ári miðað við sama tímabil á síðasta ári.

Horfur út árið 2024
Núna spáir umferðadeild Vegagerðarinnar um 3,5% aukningu umferðar yfir lykilmælisniðin þrjú.

Hlutfallsleg umferð

Hlutfallsleg umferð

Umferðin eftir mánuðum

Umferðin eftir mánuðum