4. júlí 2025
Dregur úr umferðar­aukn­ingu á Hring­vegin­um

Dregur úr umferðaraukningu á Hringveginum

Umferðin í júní á Hringveginu jókst lítið í júní eða um 0,3 prósent frá sama tíma fyrir ári síðan. Umferðarmetið í júní mánuði sem var frá því árið 2023 stendur því enn. Reikna má með að umferðin í ár aukist um 3 prósent á Hringveginum.

Milli mánaða 2024 og 2025.
Umferðin í nýliðnum  mánuði, á Hringveginum, jókst hóflega miðað við sama mánuð á síðasta ári eða um 0,3%. Þess má geta að, fram til þessa hefur meðalumferðaukning í júní verið 2,9% milli ára.  Gamla júní-umferðarmetið frá 2023, stendur því enn.

Mest jókst umferð um mælisnið á Austurlandi eða um rúmlega 12%,  en talsverður samdráttur var um mælisnið við höfuðborgarsvæðið eða 4,4%.

Umferð frá áramótum.
Nú hefur uppsöfnuð umferð frá áramótum aukist um 1,5%. Mest hefur umferð aukist um Norðurland en dregist lítillega saman í nágrenni höfuðborgarsvæðisin.

Umferð eftir vikudögum.
Það sem af er ári hefur mest verið ekið á föstudögum en minnst á laugardögum.  Umferðin hefur aukist mest á mánudögum en dregist lítillega saman á fimmtudögum.

Horfur út árið 2025.
Nú þegar árið er hálfnað er gert ráð fyrir að umferðin geti aukist um 3%, nú í ár, miðað við síðasta ár.  Mest gæti umferð aukist um Norðurland en minnst við höfuðborgarsvæðið.

Slóð inn á talnaefni.

Fyrirvari: Allar tölur eru grófrýndar og gætu því tekið breytingum við endanlega yfirferð.

Hringvegur-samanlagt-júní

Hringvegur-samanlagt-júní

Hringvegur-hlutfall-júní

Hringvegur-hlutfall-júní

Hringvegur-vísitala-júní

Hringvegur-vísitala-júní

Hringvegur-mánuðir-júní

Hringvegur-mánuðir-júní

Hringvegur-vikudagar-júní

Hringvegur-vikudagar-júní

Samanburðartafla júní

Samanburðartafla júní