13. janúar 2026
Vegur­inn um Horna­fjarðar­fljót opnar í vor

Vegurinn um Hornafjarðarfljót opnar í vor

Vonir stóðu til þess að opna fyrr fyrir umferð en það náðist ekki alveg að leggja seinna lag klæðningar á allan kaflann áður en veðuraðstæður lokuðu fyrir slíkar framkvæmdir.

Eftir er að leggja seinna lag klæðingar á frekan stuttan kafla eða á um 2 km. Þá á eftir að mála yfirborðmerkingar og annað sem þarf til þess að hægt sé að hleypa umferð á veginn. Einnig var gerð sú breyting að í stað svokallaðra T-gatnamóta austast á kaflanum var ákveðið að byggja þar hringtorg og þannig lengdist í verkinu.

Verkið hefur þó gengið mjög vel, t.d. var fyrir jólin lokið við uppsetningu steinvegriðs á fyllingunum við brúna yfir Hornafjarðarfljót. Til að ljúka klæðingarvinnu og koma á yfirborðsmerkingum þarf að bíða þess að veður heimili það, bæði þarf aukinn lofthita og frost þarf að vera farið úr jörðu. Þá á eftir að ljúka við hringtorgið.

Nýi vegurinn mun stytta Hringveginn um 12 km og einbreiðum brúm á Hringveginum mun fækka um þrjár verða þá 26 talsins. Framkvæmdin felur í sér lagningu 19 km af þjóðvegi og 9 km af hliðarvegum. Fjórar nýjar tvíbreiðar brýr hafa verið byggðar. Eldri vegur verður áfram í notkun fyrir innansveitarumferð.

 

Frá framkvæmdum við Hornafjarðarfljót

Frá framkvæmdum við Hornafjarðarfljót

Frá framkvæmdum við Hornafjarðarfljót

Frá framkvæmdum við Hornafjarðarfljót