7. apríl 2021
Mark­aðskönn­un vegna Hring­vegar (1) um Horna­fjarðar­fljót

Vegagerðin hélt þann 16. febrúar kynningarfund um fyrirhugað útboð á samvinnuverkefninu „Hringvegur um Hornafjarðarfljót“ sem felur í sér framkvæmd, fjármögnun, rekstur og viðhald mannvirkja til lengri tíma.
Í kjölfar kynningarfundarins auglýsti Vegagerðin eftir aðilum sem hafa áhuga á að semja við Vegagerðina, í kjölfar útboðs, um verkefnið.

Vegagerðin áformar að halda markaðskönnun á allra næstu vikum. Markaðskönnun er mikilvægt skref í undirbúningi útboðsins þar sem tilgangurinn er að kanna áhuga markaðarins á útboðinu, sýn markaðsaðila á helstu skilmála verkefnisins og hvernig hægt sé að útfæra verkefnið á sem hagkvæmastan máta.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist fyrir árslok 2021.

Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót.

Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót.