Verkið snýst um færslu Hringvegar (1) út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Helstu verkþættir eru nýbygging 3,7 km Hringvegar, bygging nýrrar 330 m langrar stagbrúar yfir Ölfusá og um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum. Gerð verða ný vegamót við Hringveg austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt.
Hringvegur (1) um Ölfusá
Markmiðið með framkvæmdunum er að auka afkastagetu Hringvegar, aðskilja akstursstefnur og bæta umferðaröryggi. Helsta breytingin sem framkvæmdin hefur í för með sér er að Hringvegur (1) styttist um 1,2 km og ferðatími styttist að lágmarki um fimm til sex mínútur en mun meira á álagstímum. Einnig mun greiðast úr þeim umferðarteppum sem oft hafa skapast við gömlu Ölfusárbrúna.
Brúin yfir Ölfusá verður 330 m löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 m breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Brúin verður hönnuð þannig að hún geti borið fjórar akreinar til framtíðar verði þörf á því.
Verkframvinda: Á árunum 2014 – 2016
var unnið að frumdrögum brúar og undirbúningi landakaupa. Verkframvinda 2017: Unnið að forhönnun brúar og undirbúningi landakaupa.
Verkframvinda 2018:
Var einungis unnið að landakaupum. Verkframvinda 2019: Unnið að forhönnun brúar og landakaupum.
Verkframvinda 2020:
Kaup á landi og fornleifauppgröftur.
Verkframvinda 2021:
Unnið var að forhönnun brúar á Ölfusá ásamt vegtengingum. Sótt var um framkvæmdaleyfi vegna vegfyllinga milli Biskupstungnabrautar og Ölfusár og var umframefni úr fargfyllingum í framkvæmdinni milli Biskupstungnabrautar og Gljúfurholtsár ekið í nýtt vegstæði Hringvegar.
Verkframvinda 2022: Unnið var að forhönnun brúar á Ölfusá ásamt vegtengingum. Útboðsferli var undirbúið og auglýst eftir áhugasömum aðilum á evrópska efnahagssvæðinu varðandi þátttöku í útboðsferli og voru haldin markaðssamtöl með þeim aðilum á árinu.
Verkframvinda 2023:
Auglýst var samkeppnisútboð vegna framkvæmdarinnar þann 3. mars 2023 um hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma, og bárust umsóknir frá fimm þátttakendum sem í kjölfarið voru allir metnir hæfir til að taka þátt í útboðinu og var þeim sent boð um þátttöku í útboðinu í maí 2023 á forsendum útboðsauglýsingarinnar. Unnið var að viðskiptáætlun vegna verkefnisins í tengslum við lög um samvinnuverkefni.
Þann 20. nóvember 2023 voru útboðsgögn send til þessara 5 þátttakenda og skilafrestur veittur til 12. mars 2024.
Tilboð voru opnuð 12.mars 2024 og var einn bjóðandi. Samningsviðræður við bjóðanda stóðu yfir til júlí 2025. Gerðar voru breytingar á lögum um samvinnuverkefni í nóvember 2024 sem gerðu kleift að skrifa undir verksamning við ÞG-verktaka 20.nóvember 2024. ÞG-verktakar eru aðalverktaki en byggja á reynslu Ramboll við hönnun brúar á Ölfusá, VSL international fyrir byggingu brúarinnar, Verkís hf fyrir hönnun annarra brúa og vega. Verkhönnun hófst í nóvember 2024 og undirbúningur framkvæmda.
Núverandi brú yfir Ölfusá var byggð fyrir 80 árum og hefur þjónað sínu hlutverki með glæsibrag. Hún uppfyllir hins vegar ekki lengur nútímakröfur um burðargetu og umferðaröryggi.
Markmiðið með framkvæmdunum er að auka afkastagetu Hringvegar, aðskilja akstursstefnur og bæta umferðaröryggi. Helsta breytingin sem framkvæmdin hefur í för með sér er að Hringvegur (1) styttist um 1,2 km og ferðatími styttist að lágmarki um fimm til sex mínútur en mun meira á álagstímum. Umferð hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum með fjölgun íbúa og ferðamanna á Suðurlandi. Það hefur valdið umferðartöfum í gegnum Selfoss. Með nýrri leið mun greiðast úr þeim umferðarteppum sem oft skapast við gömlu brúna.
Brúin verður 330 m löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 m breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Brúin verður hönnuð þannig að hún geti borið fjórar akreinar til framtíðar verði þörf á því.
Stagbrú er brúargerð þar sem brúargólfinu er haldið uppi með stögum – það eru stálkaplar sem teygja sig frá brúargólfinu upp í turn eða mastur, sem ber megnið af þyngdinni. Þetta form gefur brúnni mikla burðargetu og sveigjanleika án þess að þurfa millistöpla í miðri ánni, sem er lykilatriði í vatnsföllum á borð við Ölfusá.
Stagbrúin var valin eftir ítarlega greiningu á valkostum. Meginástæðurnar eru eftirfarandi:
Í frumhönnun komu tvær megin brúargerðir til skoðunar, stagbrú og bogabrú. Þessir tveir brúarkostir voru bornir saman og val á stagbrú byggði bæði á hagkvæmni svo og kostum stagbrúa til að taka upp færslur og álag frá jarðskjálftum. Almennt þykja stagbrýr hagkvæmar fyrir haflengdir á bilinu 100-500 m á meðan að bogabrýr þykja hagkvæmar fyrir haflengdir á bilinu 50 – 200 m. Hefðbundnar steyptar eða stálbitabrýr þykja hagkvæmar fyrir haflengdir allt að 50-60 m. Slík brú hefði ekki komið til greina því þá hefði þurft að byggja millistöpla í ánni.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að hleypa umferð á brúna haustið 2028.
Verkið er í höndum ÞG verktaka sem sjá um hönnun, byggingu og fjármögnun á framkvæmdatíma.
Já, gert er ráð fyrir að gjaldtaka standi undir kostnaði framkvæmdarinnar, en vegfarendur munu áfram hafa val um aðrar leiðir.
Heildarkostnaður er áætlaður 17,9 milljarðar króna, þar af 8,4 ma.kr. vegna brúarinnar sjálfrar.
Umferðarteppur inn í bænum heyra vonandi sögunni til. Þá mun umferð um miðbæinn minnka og umferðaröryggi eykst til muna.
Nýbygging 3,7 km Hringvegar og um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum eru meðal helstu verkþátta. Gerð verða ný vegamót við Hringveg austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja og göngu- og hjólaleið undir brúna beggja megin.
Til að minnka líkur á flóðahættu og ísstíflum. Ölfusá er vatnsmikil og áður hafa flóð og ísstíflur ógnað byggð.
Já, en þungum ökutækjum verður beint um nýju brúna.
Um 14.500 ökutæki fara daglega yfir núverandi brú. Áætlað er að 4.000–5.000 ökutæki muni nota nýju brúna daglega við opnun.
Minni umferð í bænum dregur úr hávaða, mengun og hættu, og bætir aðgengi og hreyfanleika fyrir íbúa og gesti.