Um Ölfusá

  • TegundBrýr
  • StaðaFramkvæmd ekki hafin
  • Verktími2023–2026
  • Markmið
      Öruggar samgöngurGreiðar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      9. Nýsköpun og uppbygging11. Sjálfbærar borgir og samfélög
  • Svæði
    • Suðurland

Verkið snýst um færslu Hringvegar (1) út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Meðal helstu verkþátta eru nýbygging 3,7 km Hringvegar, bygging nýrrar 330 m langrar stagbrúar á Ölfusá og um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum. Gera þarf ný vegamót við Hringveg austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja.

Nýr 3,8 km hringvegur norðaustan Selfoss um nýja brú á Ölfusá við Efri-Laugardælaeyju.

Tengd útboð


Verkframvinda

Verkframvinda: Á árunum 2014 – 2016
var unnið að frumdrögum brúar og undirbúningi landakaupa. Verkframvinda 2017: Unnið að forhönnun brúar og undirbúningi landakaupa.

Verkframvinda 2018:
Var einungis unnið að landakaupum. Verkframvinda 2019: Unnið að forhönnun brúar og landakaupum.

Verkframvinda 2020:
Kaup á landi og fornleifauppgröftur.

Verkframvinda 2021:
Unnið var að forhönnun brúar á Ölfusá ásamt vegtengingum. Sótt var um framkvæmdaleyfi vegna vegfyllinga milli Biskupstungnabrautar og Ölfusár og var umframefni úr fargfyllingum í framkvæmdinni milli Biskupstungnabrautar og Gljúfurholtsár ekið í nýtt vegstæði Hringvegar.


Fréttir