Sunda­braut

Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg áformar lagningu Sundabrautar á milli Sæbrautar og Kjalarness. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta á svæðinu, stytta vegalengdir og bæta tengingar á milli svæða.

Markmið verkefnisins eru eftirfarandi:

  • Bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta (akandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi) á norðurhluta höfuðborgarsvæðisins með auknu öryggi og hagræði.
  • Bæta tengingu Vestur- og Norðurlands við höfuðborgarsvæðið og áfram um Reykjanesbraut til suðurs.
  • Bæta tengingar Grafarvogs við svæðið vestan Elliðaáa.
  • Auka sveigjanleika stofnvegakerfisins með dreifingu umferðar á fleiri leiðir og létta á umferðarþunga af öðrum vegum, svo sem Höfðabakka um Gullinbrú, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ.
  • Auka hagræði fyrir atvinnuumferð.
  • Auka samfélagslegan ábata með stuttri ferðatíma vegfarenda, minni akstri, minni útblæstri og mengun vegna styttri leiða til og frá höfuðborgarsvæðinu og innan þess.

Að auki miða allar framkvæmdir Vegagerðarinnar að bættu umferðaröryggi. Í tilfelli Sundabrautar fjölgar jafnframt flóttaleiðum á höfuðborgarsvæðinu og aðgengi viðbragðsaðila batnar.

Umhverfismatsskýrsla


Upptökur frá kynningarfundum


Spurt og svarað


Viðaukar umhverfismatsskýrslu


Myndagallerí

Tengdar fréttir