20. október 2025
Mikill meiri­hluti hlynntur lagn­ingu Sunda­brautar

Mikill meirihluti hlynntur lagningu Sundabrautar

Þrír af hverjum fjórum landsmanna eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir Vegagerðina. Af þeim 76 prósentum sem eru hlynnt því að Sundabraut verði lögð eru ríflega 47 prósent því mjög hlynnt og 28,5 prósent frekar hlynnt.  Könnunin fór fram dagana 3. til 15. október og voru svarendur 2.182 talsins.

Fleiri telja skipta miklu máli að Sundabraut verði einnig fyrir gangandi vegfarendur en þeir sem telja það skipta litlu máli, 41 prósent landsmanna telja það skipta miklu máli en 33 prósent að það skipti litlu máli.  Enn fleiri telja það skipta miklu málið að Sundabraut verði einnig fyrir hjólandi vegfarendur. Alls telja 58 prósent það skipta miklu máli en 21 prósent að það skipti litlu máli.

Um fimmtungur Grafarvogsbúa telja að þeir muni nýta Sundabrautina daglega og 38 prósent að þeir muni nota hana 1-5 sinnum í viku sem er töluvert hærra en annarsstaðar á landinu. Alls telja 54 prósent landsbyggðarmanna að þeir muni nýja hana nokkrum sinnum á ári.

Viðhorfskönnun vegna lagningar Sundabrautar

Viðhorfskönnun vegna lagningar Sundabrautar

Viðhorfskönnun vegna lagningar Sundabrautar

Viðhorfskönnun vegna lagningar Sundabrautar

Viðhorfskönnun vegna lagningar Sundabrautar

Viðhorfskönnun vegna lagningar Sundabrautar