3. október 2023
Sunda­braut – Morg­unfundur hjá Vega­gerð­inni

Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi um Sundabraut föstudaginn 6. október kl. 09:00-10:15. Fyrirhuguð framkvæmd verður til kynningar, ásamt áherslum í komandi umhverfismati. Farið verður yfir hvaða valkostir eru til skoðunar varðandi legu Sundabrautar, auk tenginga hennar við byggð og atvinnustarfsemi. Auk fulltrúa Vegagerðarinnar verða á fundinum fulltrúar verkfræðistofunnar EFLU sem er ráðgjafi í Sundabrautarverkefninu.

Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi um Sundabraut föstudaginn 6. október kl. 09:00-10:15. Fyrirhuguð framkvæmd verður til kynningar, ásamt áherslum í komandi umhverfismati. Farið verður yfir hvaða valkostir eru til skoðunar varðandi legu Sundabrautar, auk tenginga hennar við byggð og atvinnustarfsemi. Auk fulltrúa Vegagerðarinnar verða á fundinum fulltrúar verkfræðistofunnar EFLU sem er ráðgjafi í Sundabrautarverkefninu.

Um Sundabrautarverkefnið:

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavík, vinnur nú að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta akstursleiðir og ferðatíma og minnka þannig útblástur og mengun.

Áætlaður framkvæmdatími er á árunum 2026-2031. Framkvæmdin verður boðin út sem samvinnuverkefni.

Morgunfundurinn verður haldinn í Sunnanvindi á 1. hæð í húsakynnum Vegagerðarinnar að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Opið er á meðan húsrúm leyfir og það verður heitt á könnunni.

Dagskrá fundarins:

·        Sundabraut. Framkvæmd í undirbúningi. Helga Jóna Jónasdóttir, verkefnisstjóri Sundabrautar.

·        Sundabraut. Áherslur í umhverfismati. Ragnhildur Gunnarsdóttir, verkfræðingur hjá EFLU.

         Fundarstjóri: G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar.

Hlekkur á Streymi

Fundinum verður einnig streymt á Facebook-síðu Vegagerðarinnar.

https://livestream.com/accounts/5108236/events/10981950

Hægt verður að senda fyrirspurnir á Slido.com. Lykilorðið er sundabraut.

Frestur vegna athugasemda er til 19. október 2023

Frekari upplýsingar um Sundabrautarverkefnið er að finna á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar en opið er fyrir umsagnir og athugasemdir til 19. október 2023. Sjá hér: