28. desember 2023
Sprungur myndast í Grinda­víkur­vegi

Landrissins í Svartsengi gætir á Grindavíkurvegi. Þar hafa sprungur myndast og breikkað nokkuð frá í gær. Sprungur hafa myndast nær Grindavík en áður en auk þess eru farnar að myndast sprungur á þeim stað sem búið var að gera við nærri þeim stað þar sem landrisið á sér nú stað.

Eftirlitsmaður Vegagerðarinnar segist finna talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær, miðvikudag.
Ekki er þörf á að loka veginum en Vegagerðin fylgist grannt með þróun mála í góðri samvinnu við lögreglu og Almannavarnir.

Landriss gætir á Grindavíkurvegi og nokkrar sprungur hafa myndast.

Landriss gætir á Grindavíkurvegi og nokkrar sprungur hafa myndast.

Sprungur á Grindavíkurvegi nærri Svartsengi.

Sprungur á Grindavíkurvegi nærri Svartsengi.