PDF · Útgáfa LEI-3314, útg. 1 — ágúst 2007
Snjó­hönn­un vega, hand­bók

Gerð þessarar handbókar er fjármögnuð af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Tilgangur hennar er að gera helstu grunnatriði um snjóhönnun vega aðgengileg á einum stað. Bókinni er ætlað að þjóna sem uppflettirit fyrir veghönnuði og aðra sem koma að vegaog gatnagerð á skafrenningssvæðum á Íslandi. Efni bókarinnar styðst við innlendar og erlendar heimildir auk þess að taka mið af óútgefnum reynslugögnum, en þar með er talinn fróðleikur og
þekking sem aflað var í viðtölum við starfsmenn Vegagerðarinnar.
Aðstæður við vegagerð eru margbreytilegar og oft á tíðum er ómögulegt að fylgja ströngum snjótæknilegum kröfum vegna landslags. Þá eru kröfur til snjóhönnunar mismiklar milli staða, þar sem um ólíkt snjóa- og vindafar getur verið að ræða. Í stað þess að styðjast við föst leiðbeinandi snið og reglur vegna snjóhönnunar er því mikilvægt að hönnuðir hafi í huga þau áhrif sem ýmis hönnunaratriði kunna að hafa á skafrenning og snjósöfnun, og velji heppilegar lausnir sem taka mið af mikilvægustu áhrifaþáttum snjóhönnunar samtímis því að uppfylla önnur hönnunaratriði. Í bókinni er því lögð áhersla á að útskýra áhrif vegar og umhverfis á skafrenning og snjósöfnun frekar en að reyna að stilla upp ófrávíkjanlegum kröfum til snjóhönnunar. Með þessu móti er vonast til þess að veghönnuðir hafi betri forsendur til þess að meta
aðstæður hverju sinni og haga snjóhönnun á þá leið að hún bæði skili ásættanlegum árangri og samrýmist öðrum hönnunarkröfum.
Hér er orðið snjóhönnun notað yfir atriði í skipulagi og hönnun vega sem taka tillit til áhrifa skafrennings. Ekki er fjallað um snjóflóð á vegum og varnir gegn þeim. Þá er aðeins að litlu leyti fjallað um snjóvarnir með snjógirðingum og skjólbeltum. Hálkuvarnir og vetrarþjónusta á vegum almennt er ekki umfjöllunarefni í þessari bók að öðru leyti en því hvernig snjóhönnun er talin geta haft áhrif á þessa þætti.

Snjóhönnun vega forsíða skjals
Höfundur

Skúli Þórðarson, Orion

Skrá

lei-3314-snjohonnun-vega.pdf

Sækja skrá