PDF · Útgáfa LEI-3402, útgáfa 2 — 2010
Mælingar í vega­gerð, leið­bein­ingar 2010

Mælingamenn Vegagerðarinnar hafa síðustu áratugi séð um flestar þær landmælingar og hönnunarmælingar sem stofnunin hefur þurft á að halda vegna þeirra framkvæmda og rannsókna sem henni hafa verið falin. Til að samræma vinnulag og mæliaðferðir Vegagerðarinnar er talið nauðsynlegt að taka saman vinnulýsingar fyrir hinar ýmsu mæliaðferðir og gera grein fyrir hvernig standa skuli að mælingum fyrir hin ýmsu verkefni.

Fram að þessu hafa mælingamenn Vegagerðarinnar lítið sem ekkert haft til að styðjast við varðandi mæliaðferðir fyrir hin ýmsu verkefni og hefur þessi kunnátta helst gengið mann frá manni þ.e.a.s. mælingamaður sem er að hætta störfum hefur kennt þeim sem er að taka við starfinu. Þá er ekki ólíklegt að verkfræðistofum verði í auknum mæli falið að sjá um mælingar á þeim verkum sem þær eru að hanna fyrir Vegagerðina og er þá nauðsynlegt fyrir þær að hafa einhverjar leiðbeiningar um mælingar eins og Vegagerðin vill hafa þær. Ætlunin er að bæta úr þessu með þessum leiðbeinandi vinnulýsingum sem mælingamenn geta haft til hliðsjónar við mælingar á hinum ýmsu verkefnum. Það verður aldrei hægt að semja reglur þar sem sagt er til um hvernig á að mæla alla skapaða hluti og áfram verður að treysta á hyggjuvit mælingamannsins, en það er von okkar að þessar leiðbeinandi vinnulýsingar verði til að samræma vinnulag og vinnuaðferðir mælingamanna Vegagerðarinnar og þeirra sem sinna slíkum verkefnum fyrir stofnunina.

Forsíða skjalsins mælinga í vegagerð
Skrá

lei-3402-maelingar-i-vegagerd.pdf

Sækja skrá