PDF · 30. mars 2012
Lagfær­ingar á umhverfi vega

Leiðbeiningar þessar fjalla um lagfæringar á umhverfi vega. Almennt snúast lagfæringar á umhverfi vega um það að yfirfara öryggissvæði vega og svæði utan öryggissvæðisins (nefnt aukið öryggissvæði) og lagfæra þau m.t.t. ákveðinna krafna um yfirborð þeirra, sem gerðar eru í Veghönnunarreglunum.

Þar sem ekki tekst að lagfæra umhverfi vega samkvæmt leiðbeiningum þessum, skal tilkynna umsjónarmanni verksins um það. Þetta á einnig við ef unnt er að lagfæra annað hvort öryggissvæðið eða aukna öryggissvæðið en ekki hitt, þá skal hvorugt svæðið lagfært og umsjónarmanni verksins tilkynnt um það. Hann tekur þá ákvarðanir um framhald málsins sem felst væntanlega í aðgerðum á yfirborði öryggissvæðanna eða uppsetningu vegriðs á viðkomandi vegkafla.

Lagfæringar á umhverfi vega
Höfundur

Bjarni Gunnarsson, Guðni P. Kristjánsson, Hnit hf

Ábyrgðarmaður

Auður Þóra Árnadóttir

Skrá

lagf_umhverfi_vega.pdf

Sækja skrá