29. janúar 2024
Færð á leið­um til Grinda­víkur

Unnið er að mokstri og hálkuvörnum á leiðum til Grindavíkur. Á Krýsuvíkurvegi er hálka. Á Suðurstrandavegi fer hlýnandi og krap hefur myndast á veginum. Á Grindavíkurvegi er krapi og skafrenningur. Þar er blásari með plóg að störfum og von á bíl að salta veginn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er búið að losa bíla sem sátu fastir í snjó.

Frá Grindavíkurvegi rétt fyrir hádegi í dag.

Frá Grindavíkurvegi rétt fyrir hádegi í dag.

Vegagerðin hefur unnið að snjómokstri á Krýsuvíkurvegi frá því um klukkan fjögur í nótt. Farið var tvisvar fram og til baka um veginn og snjó rutt í burtu. Seinni ferðin var farin rétt fyrir klukkan sjö og þá var vegurinn vel fær. Samhliða var Grindavíkurvegur hálkuvarinn en á þeim tíma var ekki snjór á veginum. Með morgninum versnaði veðrið hratt með snjókomu og skafrenningi sem hafði áhrif á færðina. Kölluð voru út fleiri snjómoksturstæki til að bregðast við þessum aðstæðum. Búið er að fjölga tækjum til að vera á bakvakt og til taks út þessa viku vegna veðurs.

Þar sem nú er hávetur og allra veðra von eru vegfarendur beðnir um huga vel að aðstæðum til aksturs. Hægt er að fylgjast með færð og veðri á www.umferdin.is en þar eru nýjustu upplýsingar birtar. Einnig er hægt að fá upplýsingar í þjónustusímanum 1777.

Grindavíkurvegur um kl. 13.30.

Grindavíkurvegur um kl. 13.30.