2. febrúar 2024
Enn sleg­in met í umferð­inni á Hring­vegi

Umferðin í janúarmánuði á Hringvegi reyndist nærr sex prósentum meiri en í janúar árið 2023. Þetta leiddi til þess að afture er sett met en umferð í janúarmánuði hefur aldrei mælst meiri á Hringveginum.

Umferð milli mánaða
Umferð yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi reyndist tæplega 6% meiri en hún var í sama mánuði á síðasta ári. Þessi aukning varð til þess að nýtt met var sett í umferðinni í janúar, fyrir umrædd mælisnið.

Mest jókst umferð yfir mælisnið á Norðurlandi eða um 8,6%, en minnst jókst umferð um Austurland eða um 0,4%.

Fyrir einstaka mælisnið varð mesta aukningin í mælisniði á Mývatnsöræfum eða 14,9% (athugið að um er að ræða þriðja umferðarminnsta mælisniðið), en 2,8% samdráttur varð um mælisnið á Fagradal, milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar.

Umferð eftir vikudögum
Mest var ekið á föstudögum og minnst á laugardögum.  Mest jókst umferð á föstudögum eða um 9,4% en 3,7% samdráttur varð í umferð á mánudögum.

Umferðin eftir vikudögum

Umferðin eftir vikudögum

Umferðin samanlögð

Umferðin samanlögð