24. maí 2023
Rann­sókna­ráðstefna Vega­gerðar­innar 28. októ­ber 2022

Fjölbreytt dagskrá – skráning stendur yfir

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2022 verður haldin föstudaginn 28. október á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut, kl. 09.00-16.30. Fjölbreytt og spennandi dagskrá.

Almenn skráning – smelltu á hlekkinn. 

Dagskráin er fjölbreytt og endurspeglar það margháttaða rannsókna- og þróunarstarf sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Sextán rannsóknaverkefni verða til umfjöllunar og samhliða veggspjaldasýning með um 12 verkefnum. Listi yfir veggspjöld eru hér fyrir neðan.

Ráðstefnan hefur alla jafna verið fjölsótt af starfsfólki Vegagerðarinnar, starfsfólki ráðgjafa- og verkfræðistofa, verktaka og almenns áhugafólks um samgöngur og rannsóknir.

Á ráðstefnunni í ár verður mest fjallað um rannsóknir sem fengu fjárveitingar úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar árið 2021.

Styrkur rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar liggur í því að styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði þar sem ekki er endilega einblínt á hefðbundna vegagerð. Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Ráðstefnustjóri verður Páll Valdimar Kolka.

Mynd af Hilton Reykjavík Nordica

Mynd af Hilton Reykjavík Nordica