25. september 2022
Grett­ir Sterki kominn til Stykk­ishólms

Vegagerðin hefur, í samvinnu við Sæferðir og Stykkishólmsbæ, tekið á leigu dráttarbátinn Gretti Sterka sem verður staðsettur í Stykkishólmshöfn. Sæferðir munu sjá um mönnun bátsins. Þannig á að tryggja að fyrsta viðbragð við atvikum á Breiðafirði verði eins og best verður á kosið miðað við aðstæður.

Unnið er að því að fá annað skip sem getur leyst af ferjuna Baldur. Útboð verður auglýst á næstu vikum.

Grettir Sterki verður staðsettur í Stykkihólmi. Mynd/Stykkishólmsbær

Grettir Sterki verður staðsettur í Stykkihólmi. Mynd/Stykkishólmsbær