31. mars 2022
Veru­lega aukið traust í garð Vega­gerðar­innar

Traust til Vegagerðarinnar jókst mjög mikið á milli áranna 2020 og 2021, samkvæmt traustmælingu Gallups. Nú bera 57 prósent landsmanna traust til Vegagerðarinnar samanborið við 43 prósent árið 2020. Engin stofnun eða embætti hjá hinu opinbera eykur traust sitt viðlíka mikið milli ára.

Gallup kannaði traust almennings til stofnana og embætta og breytingar á trausti milli ára 13. janúar til 22. febrúar. Niðurstaðan varðandi Vegagerðina er að 57 prósent bera traust til Vegagerðarinnar og 99 prósent segjast þekkja til Vegagerðarinnar.

Traust til Vegagerðarinnar heldur yfir meðallagi þeirra stofnana og embætta sem spurt var um, sem sjá má á meðfylgjandi súluriti, þar sem einkunn Vegagerðarinnar er 4,6 af sjö. Sjá má á meðfylgjandi línuritum að í hópnum stjórnmál, eftirlit og dómstólar er Vegagerðin næst efst en er ríflega um miðbik stofnana í almenningsþjónustu.

Nær allir þekkja til Vegagerðarinnar eða 99 prósent sem fyrr segir.

Þá er engin stofnun eða embætti þar sem traust eykst meira en í tilfelli Vegagerðarinnar og munar miklu svo sem sjá má á súluritinu þar sem súla Vegagerðarinnar er svört.

Aukning á trausti milli ára

Aukning á trausti milli ára

Traust á Vegagerðinni

Traust á Vegagerðinni