6. apríl 2022
Samkomulag um gerð reiðstíga

Vegagerðin og Landssamband hestamannafélaga skrifuðu þann 6. apríl undir samkomulag um gerð og útfærslur reiðstíga með stofn- og tengivegum sem lagðir eru bundnu slitlagi. Samkomulagið felur í sér að Vegagerðin skuldbindur sig til að gera reiðfært meðfram vegi þegar lagt er bundið slitlag á malarveg sem nýst hefur sem reiðstígur og er sem slíkur í gildandi skipulagi sveitarfélags.

Samkomulagið kemur í stað samkomulags sem gert var fyrir hartnær 40 árum.
Samhliða undirritun samkomulagsins gefur Vegagerðin og reiðveganefnd landssambandsins út endurgerðar leiðbeiningar um reiðstíga: Reiðstígar – gerð og uppbygging . Í leiðbeiningum kemur fram allt það er snýr að gerð reiðstíga og hvernig þeir skulu útfærðir miðað við aðstæður hverju sinni.

Guðni Halldórsson formaður Landssambands hestamannafélaga og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar skrifuðu undir samkomulagið í sólinni í Garðabæ. Á mynd með þeim eru þeir Hákon Hákonarson formaður reiðveganefndar landsambandsins og Pálmi Þór Sævarsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vestursvæði sem komu að gerð samkomulagsins.
Ásamt þeim komu að gerð leiðbeininganna Haraldur Sigursteinsson fyrrverandi starfsmaður hjá Vegagerðinni sem fylgdi þessu verki áfram ásamt starfsmönnum Vegagerðarinnar núverandi og þeim Halldóri Halldórssyni og Sæmundi Eiríkssyni frá Landssambandi hestamannafélaga.

Reiðstígar – gerð og uppbygging leiðbeiningar

Hákon Hákonarson, Guðni Halldórsson, Bergþóra Þorkelsdóttir og Pálmi Þór Sævarsson

Hákon Hákonarson, Guðni Halldórsson, Bergþóra Þorkelsdóttir og Pálmi Þór Sævarsson

Guðni og Bergþóra handsala samkomulagið

Guðni og Bergþóra handsala samkomulagið