13. maí 2024
Hval­fjarðar­göng lokuð 15. maí frá klukk­an 21-23 vegna brunaæf­ingar

Göngin um Hvalfjörð verða lokuð miðvikudaginn 15. maí frá klukkan 21-23 vegna umfangsmikillar brunaæfingar á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.  Hjáleið verður um Hvalfjörð (47) meðan á æfingunni stendur.

Lokanir verða við gatnamót Hringvegar og Hvalfjarðavegar í Leirársveit og við gatnamót Hringvegar og Hvalfjarðavegar á Kjalarnesi.  Vegfarendur eru beðnir um að taka tillit til þessa í ferðaáætlunum sínum. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem lokunin kann að valda.

Hjáleið verður um Hvalfjörð.

Hjáleið verður um Hvalfjörð.

Vegagerðin kemur að brunaæfingunni.

Vegagerðin kemur að brunaæfingunni.