Þjónusta Vegagerðarinnar verður með nokkuð hefðbundnu sniði yfir hátíðirnar. Upplýsingavefurinn www.umferdin.is er uppfærður allan sólarhringinn, allt árið um kring. Umferðarþjónustan svarar í síma 1777 frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld, sjá nánar hér fyrir neðan. Yfir hátíðirnar verður vetrarþjónusta á vegum landsins samkvæmt helgarþjónustu, svo fremi sem veður leyfir.
Þjónusta Vegagerðarinnar verður sem hér segir:
Umferðarþjónusta: Á aðfangadag og gamlársdag verður umferðarþjónustan í síma 1777 opin frá klukkan 6:30-22:00.
Umferðarþjónusta: Á jóladag og nýársdag verður umferðarþjónustan í síma 1777 opin frá klukkan 7:30-22:00.
Umferðarþjónusta: Opnunartími umferðarþjónustu í síma 1777 verður frá klukkan 6:30-22:00, sem er hefðbundinn opnunartími.
Neyðarsími Vegagerðarinnar er 522 1112 og skal aðeins að nota í neyðartilvikum.