Vegagerðin boðar til málþings um samvinnuverkefni í samgönguframkvæmdum 7. maí 2025 á Fosshótel Reykjavík klukkan 13:00 til 16:00.
Lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir, sem tóku gildi í júlí 2020, var ætlað að auka verulaga fjármagn til vegaframkvæmda og mæta þar með mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum. Samvinnuverkefni er verkefni þar sem einkaaðili annast fjármögnun í heild eða að hluta eða tekur með öðrum hætti áhættu af gerð og rekstri opinbers mannvirkis.
Með lögunum var Vegagerðinni heimilt að eiga samvinnu við einkaaðila um fjármögnun, hönnun, undirbúning og framkvæmdir við sex afmörkuð verkefni ásamt viðhaldi og rekstri í tiltekinn tíma. Einnig var henni veitt heimild til að fjármagna samvinnuverkefni að hluta eða öllu leyti með gjaldtöku af umferð.
Af verkefnunum sex eru tvö komin í framkvæmd og unnið er að undirbúningi hinna fjögurra. Á málþinginu verður farið yfir hver reynsla Vegagerðarinnar hefur verið af þessum samvinnuverkefnum og hvaða lærdóm er hægt að draga til framtíðar.
Hringvegur um Ölfusá er samvinnuverkefni.
Fundarstjóri – G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskipta hjá Vegagerðinni