27. janúar 2023
Umferð­in.is fær tilnefn­ingu til UT-verð­launa Ský

Upplýsingavefur Vegagerðarinnar, umferdin.is , er tilnefndur til UT-verðlauna Ský í flokknum UT-Stafræna þjónustan 2022 . Í þeim flokki eru tilnefndar lausnir sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur falla undir þennan flokk. Verðlaunin verða veitt á UT-messunni í Hörpu, föstudaginn 3. febrúar næstkomandi.

Upplýsingavefur Vegagerðarinnar, umferdin.is , er tilnefndur til UT-verðlauna Ský í flokknum UT-Stafræna þjónustan 2022 . Í þeim flokki eru tilnefndar lausnir sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur falla undir þennan flokk. Verðlaunin verða veitt á UT-messunni í Hörpu, föstudaginn 3. febrúar næstkomandi.

Nýr vefur Vegagerðarinnar – Umferdin.is var opnaður í október 2022. Vefurinn leysir af hólmi gamla lausn, færðarkort, sem áður var í boði á vegagerdin.is. Nýi vefurinn, umferdin.is, er gagnvirkur og á að auðvelda aðgengi vegfarenda að upplýsingum um færð á vegum. Vefurinn hefur nýja virkni, ný kort sem byggja á Mapbox kortalausn. Hann er sérstaklega hugsaður fyrir snjalltæki, er þysjanlegur og þægilegur í notkun. Vefurinn sýnir veðurupplýsingar, færðarupplýsingar, umferðartákn í rauntíma, hvernig vetrarþjónusta er á hverjum stað, vegaframkvæmdir, umferðartölur og þar fram eftir götunum.

Kolofon Hönnunarstofa og Greipur Gíslason unnu að umferdin.is í nánu samstarfi við Vegagerðina.

Allar tilnefningar til UT-verðlauna Ský má finna hér https://www.sky.is/index.php/ut-verdlaunin/2894-2023-ut-verdlaun-sky-tilnefningar

umferdin.is er snjallsímavænn vefur.

umferdin.is er snjallsímavænn vefur.

Færðarkortið verður nú þysjanlegt og mun auðveldara að nálgast allar upplýsingar.

Færðarkortið verður nú þysjanlegt og mun auðveldara að nálgast allar upplýsingar.