Vegagerðin, í samstarfi við Vestfjarðastofu, býður til opins íbúafundar í Félagsheimilinu á Patreksfirði þriðjudaginn 18. mars klukkan 17:30. Fulltrúar frá Vegagerðinni munu fjalla um ýmis samgöngumál sem tengjast svæðinu og boðið verður upp á spurningar og umræður.
Framkvæmdir við þverun Gufufjarðar í byrjun árs 2025. Mynd: Haukur Sigurðsson
Vegagerðin vill eiga opið og hreinskilið samtal við íbúa á Vestfjörðum um samgöngumál svæðisins. Markmiðið með fundinum er að veita íbúum upplýsingar um yfirstandandandi og fyrirhugaðar framkvæmdir, fá innsýn í starfsemi Vegagerðarinnar á svæðinu og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Til að tryggja að sem flestir geti fylgst með verður fundinum einnig streymt á netinu, auk þess sem hægt verður að senda inn spurningar í gegnum Slido.com.
Allir eru velkomnir, og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.
Gerður Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, verður fundarstjóri
Fundinum verður streymt beint í gegnum þessa slóð: https://youtube.com/live/CT28JO3Fu3o?feature=share
Hægt er að senda inn spurningar á Slido með þessum kóða #samgongur