15. maí 2025
Fram­kvæmda­frétt­ir 1. tbl 2025 komnar út

Framkvæmdafréttir, 1. tbl. nr. 734 eru komnar til áskrifenda. Í blaðinu er að finna fjölda áhugaverðra greina og frétta. Sem dæmi má nefna umfjöllun um framkvæmdir við Fossvogsbrú, við höfnina á Reykhólum, við Reykjanesbraut og í Gufufirði á Vestfjörðum.

Rætt er við sérfræðing í umhverfismati og hvað þarf til við gerð umhverfismatsskýrslu. Þá ritar Sigurður Sigurðarson strandverkfræðingur svar við spurningu Vísindavefsins: Hvaða þættir hafa áhrif á sjávarflóð við Ísland?

Þetta og margt fleira er að finna Framkvæmdafréttum sem má lesa á vefnum:

Hlekkur á blaðið.

Bæði er hægt að gerast áskrifandi að vefútgáfu eða prentaðri útgáfu.

Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist á askrift@vegagerdin.is.

Framvkæmdafréttir 1. tbl 2025

Framvkæmdafréttir 1. tbl 2025

Framkvæmdir við þverun Gufufjarðar.

Framkvæmdir við þverun Gufufjarðar.