Tímabundinni aukaferð strætó á leið 55 milli Reykjavíkur og Keflavíkur hefur verið bætt við fram til 14. desember. Tilgangurinn er að koma til móts við nemendur frá Grindvík sem stunda nám við Fjölbrautarskóla Suðurnesja en búa til bráðabirgða á höfuðborgarsvæðinu vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.
Brottför er frá BSÍ klukkan 7:05 alla virka daga og komið að Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl. 8:06. Vagninn stoppar ekki á öllum stöðvum sem eru á þessari leið til að nemendur komi í tæka tíð í skólann. Vagninn fer til baka frá Miðstöð kl. 8:20 og ekur að BSÍ um klukkutíma síðar. Vagninn ekur ekki að Keflavíkurflugvelli á þessari aukaleið.
Hefðbundið fargjald er með vagninum, eða 4 gjaldsvæði alls sé ferðast frá BSÍ að Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Nemendur geta notað nemakort um borð og almenningur, sem er líka velkomið að nota vagninn, notar sín tímabilskort eða greiðir stakt fargjald.
Með þessari aukaferð vill Vegagerðin og Strætó bs. með aðstoð Hópbíla ehf. leggja sitt af mörkum svo nemendur frá Grindavík geti stundað nám við Fjölbrautarskóla Suðurnesja þrátt fyrir að bærinn hafi verið rýmdur og sé á hættustigi.
Athugið að aukaferðin er ekki inni í hefðbundinni tímatöflu leiðar 55 og ekki stendur til að setja hana þar um þar sem um er að ræða tímabundið úrræði. Í vinnslu er að setja ferðina inn í rafrænt leiðarkerfi Strætó bs. svo hún birtist þegar leitað er að ferð með „skipuleggja ferð“.
Nánari upplýsingar fást á vef Strætó bs.
Stopp | Tími |
BSÍ | 07:05 |
Fríkirkjuvegur | – |
Ráðhúsið | – |
Háskóli Íslands | – |
Klambratún | 07:08 |
Hlíðar | 07:10 |
Kringlumýrarbraut | 07:12 |
Ásgarður C | 07:18 |
Fjörður | 07:25 |
Fjörður | 07:28 |
Vogaafleggjari | 07:49 |
Grindavíkurafleggjari | – |
Grindavíkurafleggjari | – |
Tjarnarhverfi | 07:56 |
Keilir | – |
Bogabraut | – |
Njarðvíkurtorg | 08:01 |
Miðstöð | 08:30 |
Fjölbrautarskóli Suðurnesja | 08:06 |