14. júní 2024
Umfer­din.is uppfærð

Búið er að uppfæra umferdin.is, upplýsingavef Vegagerðarinnar en þar er ávallt að finna nýjustu upplýsingar um færð og ástand vega, veðurupplýsingar og  fleira. Með uppfærslunni er þjónusta umferdin.is við notendur bætt enn frekar.  

Ein helsta breytingin er að nú er hægt að fá yfirlit yfir allar vefmyndavélar á einum stað og kalla þær allar fram á korti. Auk þess felst í uppfærslunni:  

  • Nýr fellilisti.
  • Uppfært útlit.
  • Ný slitlagsþekja sem sýnir hvaða vegir hafa bundið slitlag og hverjir eru malarvegir. 
  • Kort fyrir vetrarþjónustu. Þar er hægt að sjá hvernig vegir eru þjónustaðir á veturna eftir gildandi reglum.  
  • Jarðgöng eru betur merkt á korti. 
  • Aukavegir eru á færðarkorti, en það eru vegir sem ekki eru þjóðvegir.

Í fellilista efst til vinstri á forsíðunni er hægt að velja mismunandi þekjur. Þar er að finna upplýsingar um færð og veður, hvar þungatakmarkanir eru í gildi, hvar unnið er við vegavinnu, vefmyndavélar, slitlag og upplýsingar um vetrarþjónustu. 

Notendum er einnig bent á að nýta leitargluggann á síðunni. Þar má meðal annars leita eftir landshlutum. Við það birtist listi yfir landshluta sem hægt er að smella á, en þá þysjast kortið inn á umbeðinn hluta landsins.   

Hálf milljón heimsókna síðasta mánuðinn 

Frá því að umferdin.is var sett í loftið í október 2022 í hefur umferð um vefinn verið mikil en síðustu þrjátíu daga voru heimsóknir á umferdin.is meira en 530 þúsund talsins. 

Hér sést yfirlit yfir myndavélar.

Hér sést yfirlit yfir myndavélar.

Felligluggi: Þessi valmynd opnast ef smellt er á felliglugga.

Felligluggi: Þessi valmynd opnast ef smellt er á felliglugga.