7. mars 2024
Mesta mælda febrúar­umferð á höfuð­borgar­svæð­inu

Umferðin um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,7 prósent í febrúar. Aldrei hefur mælst meiri umferð í febrúar. Frá áramótum hefur umferðin aukist um rúm fimm prósent.

Milli mánaða
Talsverð aukning varð í umferð á milli febrúarmánaða 2023 og 2024, yfir þrjú lykil mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, en aukningin nam samtals 6,7%.  Mest jókst umferð um snið á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku eða um 7,5% en minnst um mælisnið á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi eða um 6,1%.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri, í febrúar, yfir umrædd mælisnið.

Frá áramótum
Nú hefur uppsöfnuð umferð aukist um 5,2%, það sem af er ári, miðað við sama tímabil á síðasta ári.

Umferð eftir vikudögum
Mest var ekið á fimmtudögum en minnst á sunnudögum, í nýliðnum mánuði.

Hlutfallslega jókst umferð mest á sunnudögum, milli febrúar mánaða 2023 og 2024, en minnst varð aukningin á mánudögum.

Horfur út árið 2024
Þegar aðeins tveir mánuðir eru liðnir af árinu bendir spálíkan umferðardeildar Vegagerðarinnar til þess að það gæti orðið rúmlega 4% aukning á umferð á höfuðborgarsvæðinu í umræddum mælisniðum, miðað við síðasta ár.

Hjólastígur við Fífuhvammsveg, frá Salavegi að Lindavegi.

Hjólastígur við Fífuhvammsveg, frá Salavegi að Lindavegi.

Á veturna er mest spurt um færð og veður.

Á veturna er mest spurt um færð og veður.

Summa meðalumferðar á dag yfir 16 lykilteljara á hringvegi

Hlutfallsleg breyting

Hlutfallsleg breyting

Mánaðarleg breyting

Mánaðarleg breyting