1. mars 2024
Stof­næðar rykbundnar

Vegagerðin í samvinnu við Reykjavík lét rykbinda stofnvegi í borginni síðastliðna nótt til að draga úr styrk svifryks í andrúmsloftinu. Einnig lét Vegagerðin rykbinda stofnvegi í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Verður það gert eftir því sem þörf er á meðan á svifrykstímabilinu stendur. Einnig verður hafist handa við hreinsun gatna um leið og aðstæður leyfa.

Er gripið til þessa ráðs þar sem styrkur svifryks (PM10) mældist hár á flestum mælistöðum í borginni í gær en gert er ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því eru líkur á að styrkur svifryks verði áfram hár.

Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæðavef Umhverfisstofnunar loftgæði.is  Þar má einnig sjá kort yfir mælistaði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu.