Vegagerðin stóð fyrir vel sóttu málþingi um samvinnuverkefni í samgönguframkvæmdum miðvikudaginn 7. maí sl. Fjallað var um lagaumhverfi og útboðsferli vegna samvinnuverkefna og farið yfir verkefnin Hringvegur (1) um Hornafjörð og Hringvegur (1) um Ölfusá sem eru í framkvæmd. Sundabraut sem samvinnuverkefni var einnig til umfjöllunar og loks var farið yfir reynslu Íslands og annarra landa, lærdóm og næstu skref. Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá málþinginu.
Fundarstjóri – G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskipta hjá Vegagerðinni