12. maí 2025
Vel sótt málþing um samvinnu­verk­efni

Vegagerðin stóð fyrir vel sóttu málþingi um samvinnuverkefni í samgönguframkvæmdum miðvikudaginn 7. maí sl. Fjallað var um lagaumhverfi og útboðsferli vegna samvinnuverkefna og farið yfir verkefnin Hringvegur (1) um Hornafjörð og Hringvegur (1) um Ölfusá sem eru í framkvæmd. Sundabraut sem samvinnuverkefni var einnig til umfjöllunar og loks var farið yfir reynslu Íslands og annarra landa, lærdóm og næstu skref. Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá málþinginu.

Dagskráin var eftirfarandi:

  • Opnun málþings. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar
  • Ávarp innviðaráðherra. Eyjólfur Ármannsson
  • Lagaumhverfi og útboðsferli. Jóhannes Bjarni Björnsson, hæstaréttarlögmaður hjá Landslögum
  • Hornafjörður og Ölfusárbrú – samvinnuverkefni í framkvæmd. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar
  • Sundabraut sem samvinnuverkefni. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar
  • Reynsla Íslands og annarra landa – lærdómur og næstu skref Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar hjá Deloitte
  • Spurningar og umræður

Fundarstjóri – G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskipta hjá Vegagerðinni