26. maí 2023
Hugs­anlegar lokan­ir vega á laugar­dag

Búast má við skammvinnum en öflugum hvelli að morgni laugardagsins 27. maí. Reikna má með snjókomu á fjallvegum Norðanlands og þörf á vetrarþjónustu. Einnig má búast við að loka þurfi vegum tímabundið fyrst og fremst á Suðausturlandi.

Búast má við skammvinnum en öflugum hvelli að morgni laugardagsins 27. maí. Reikna má með snjókomu á fjallvegum Norðanlands og á Vestfjörðum og þörf á vetrarþjónustu. Einnig má búast við að loka þurfi vegum tímabundið fyrst og fremst á Suðausturlandi.

Í nótt fer yfir landið lægðardrag í háloftunum og með fylgir lægð sem spáð er að komi úr suðvestri og fari austur með Norðurlandi í nótt. Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir landið austanvert, norðanvert og fyrir norðanverða Vestfirði.

Reikna má með að þegar á líður á morguninn muni snjóa á fjallvegum norðantil, á Vestfjörðum og hugsanlega víðar. Búast má við krapasulli í byggð. Hvass vindur en lægir með morgninum. Norðaustanlands snjóar strax í fyrramálið.

Búast má erfiðri akstursskilyrðum vegna hálku og snjóa á flestum fjallvegum á þessu svæði og þeir gætu orðið ófærir fyrri hluta dags. Því getum komið til lokana fjallvega.

Suðaustanlands verður mikill vindur og harðir og skeinuhættir hnútar allt frá Lómagnúpi austur á firði. Því er líklegt að grípa þurfi til lokana þar með morguninn, fram undir hádegi og hugsanlega nokkuð frameftir degi.

Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með upplýsingagjöf Vegagerðarinnar á umferdin.is þar sem alltaf má finna nýjustu upplýsingar um færð og veður.