2. mars 2022
Aðgengi fyrir hjóla­stóla­notendur á leið­um 51 og 57

Hjólastólanotendur geta nú pantað ferðir með landsbyggðavögnum á leiðum 51 (Reykjavík – Selfoss) og 57 (Reykjavík – Akureyri). Þjónustan er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Strætó.

Þjónustan varð virk miðvikudaginn 23. febrúar. Aðeins einn vagn á hvorri akstursleið er með hjólastólaaðgengi og því þarf að panta far með fyrirvara. Þjónustan miðast við ákveðnar tímasetningar í tímatöflum akstursleiðanna. Þá eru aðeins ákveðnar biðstöðvar með aðgengi fyrir hjólastólanotendur.

Landsbyggðarvagn með hjólastólaaðgengi er pantaður með því að hringja í þjónustuver Strætó í síma 540-2700 minnsta kosti einum degi fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu.

Leið 51

Ferðir sem hægt er að panta landsbyggðarvagn með hjólastólaaðgengi.

Virkir dagar:

·         08:50 ferð frá Selfoss – N1 til Mjóddar

·         13:50 ferð frá Selfoss – N1 til Mjóddar

·         10:00 ferð frá Mjódd til Selfoss – N1

·         15:00 ferð frá Mjódd til Selfoss – N1

Laugardagar og sunnudagar:

·         08:50 ferð frá Selfoss – N1 til Mjóddar

·         14:50 ferð frá Selfoss – N1 til Mjóddar

·         13:15 ferð frá Mjódd til Selfoss – N1

·         17:30 ferð frá Mjódd til Selfoss – N1

Aðeins er aðgengi fyrir hjólastóla á biðstöðvunum MjóddHveragerði og Selfoss-N1.

 

Leið 57

Ferðir sem hægt er að panta landsbyggðarvagn með hjólastólaaðgengi.

Alla daga:

·         09:00 ferð frá Mjódd til Akureyrar*

·         16:20 ferð frá Akureyri til Mjóddar*

Aðeins er aðgengi fyrir hjólastóla á biðstöðvunum MjóddAkratorg, Borgarnes, Staðarskáli, Blönduós, Sauðárkrókur og Akureyri – Hof

*Á fimmtudögum er aðeins ekið milli Mjóddar og Borgarness